Innlent

Stærsti vinningur í sögu Happdrættis Háskólans

Stærsti vinningur í sögu Happdrættis Háskóla Íslands, 75 milljónir króna, verður dreginn út á morgun.

Venjan er að draga út tíu einnar milljóna króna vinninga í svokölluðum Milljónaútdrætti, en í tilefni af 75 ára afmæli Happdrættisins var ákveðið að í síðasta Milljónaútdrætti ársins yrði dreginn út veglegur vinningur, 75 milljónir króna á einn miða.

„Óhætt er að segja að þessi nýbreytni hafi mælst vel fyrir en áhugi fyrir miðum hjá happdrættinu hefur ekki verið meiri um margra ára skeið," segir í tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands.

Þar segir aðeins verði dregið úr seldum miðum þannig að tryggt sé að vinningurinn gangi út. Vinningar Happdrættisins séu skattfrjálsir og enn sé hægt að kaupa miða til að eiga möguleika á vinningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×