Innlent

Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og nokkuð austur eftir Suðurlandi. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og eins á Reykjanesbraut og víðar við Faxaflóa, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er hálka á norðanverðu Snæfellsnesi, Vatnaleið og Fróðárheiði en auk þess eru víða hálkublettir. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er víðast hvar nokkur hálka og á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×