Innlent

Gefa þúsundir flugeldagleraugna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í samstarfi við Íslandspóst, Prentsmiðjuna Odda og Sjóvá.

Með stuðningi þessara fyrirtækja hefur 26.462 börnum nú verið send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum og er vonast til að með því verði komið í veg fyrir slys um áramótin. Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir það fyrir fólki að nota flugeldagleraugu, sama um hvaða aldurshóp ræðir, hvort viðkomandi er að skjóta upp eða eingöngu að horfa á.

Þá varar Slysavarnafélaigð Landsbjörg við hverskyns fikti með flugeldavörur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×