Innlent

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Gullinbrú

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Gullinbrú á tólfta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni missti ökumaður bíls sem var á leið úr Grafarvogi stjórn á bifreið sinni og fór yfir á rangan vegarhelming sem varð til þess að þriggja bifreiða árekstur hlaust af. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild eru fólkið enn til skoðunar en ekkert bendir til að meiðsl þeirra séu alvarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×