Fleiri fréttir

Sprengjuvargur ákærður

Umar Farouk Abdulmutallab hefur formlega verið ákærður fyrir að reyna að tortíma farþegaflugvél og farþegum Delta flugfélagsins skömmu fyrir lendingu í Detroit í Bandaríkjunum á jóladag.

Erill hjá lögreglunni á Akureyri

Erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en margmenni var í bænum. Skemmtanahald fór vel fram að sögn lögreglu og gekk stóráfallalaust fyrir sig.

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandi

Hálkublettir eru sumstaðar á Suðurlandi, einkum á útvegum. Hálkublettir eru einnig nokkuð víða á Vesturlandi samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Frægasti fjársvikari heims datt úr rúminu sínu

Alræmdi fjárglæframaðurinn Bernie Maddoff var færður úr fangelsi á spítala eftir að hann rifbeinsbrotnaði, auk þess sem lungu féllu saman. Þá hlaut hann einnig áverka á andliti.

Sundlaugar í Laugardal og Árbæ opnar

Samkvæmt lögum eru skemmtanir, dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum vínveitingastöðum óheimilar frá klukkan 18:00 á aðfangadagskvöldi til sex að morgni annan dags jóla. Í kvöld verður hinsvegar eðlilegur opnunartími á skemmtistöðum borgarinnar.

Jarðskjálfti fimm árum eftir flóðbylgju

Þess er nú minnst víða í Asíu að fimm ár er liðið frá því um 230 þúsund manns fórust í einni mestu flóðbylgju og hamförum í manna minnum. Jarðskjálfti upp á 6,7 á rickter varð undan Malukueyjum í Indónesíu í dag, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða flóðbylgjum vegna hans.

Segir hækkun skólagjalda nauðsynlega

Menntamálaráðherra segir að nýsamþykktar breytingar á lögum um framhaldsskóla um hækkun á skólagjöldum nemenda í kvöldskóla hafi verið nauðsynleg aðgerð vegna niðurskurðar.

Baby P. minnst í Bretlandi

Dauða hins sautján mánaða Peter Connelly, oft kallaður Baby P., var minnst í Bretlandi um hátíðarnar en minningarreitur hans var þakinn kveðjum og leikföngum um jólin. Dauði Peters komst í heimsfréttirnar eftir að móðir hans auk stjúpföður urðu honum að bana eftir hrottalegar misþyrmingar.

Umbótasinnar og öryggissveitir berjast í Íran

Íranskar öryggisveitir og aðgerðarsinnar í stjórnarandstöðu lentu í átökum í miðborg Teheran í dag samkvæmt BBC sem aftur hefur það eftir AFP. Átökin byrjuðu þegar 200-300 manns reyndu að koma saman á Enghelab-torginu í Teheran.

Flýðu eldfjall á jólunum

Tæplega fimmtíu þúsund íbúar í námunda við eldfjallið Mayon á Filippseyjum hafa eytt jólunum fjarri heimilunum sínum eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að yfirgefa svæðið á aðfangadag.

Fimm ár liðin frá flóðunum miklu

Þessi er minnst víða í Asíu í dag að fimm ár eru liðin frá flóðunum miklu þegar 230 þúsund manns fórust eftir að jarðskjálfti neðansjávar ollu tsunami víðsvegar um álfuna.

Færð á vegum

Hálkublettir eru í uppsveitum á Suðurlandi.

Rólegt hjá lögreglunni

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur talsvert snjóað síðustu daga.

Skemmtanahald stöðvað á jóladag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skemmtanahald á vínveitingastað í Austurstræti í gærkvöldi. Samkvæmt varðstjóra var um misskilning að ræða en vísa þurfti um 60 gestum út af staðnum.

Snjóþungt og ófærð fyrir norðan

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur talsvert snjóað síðustu daga. Færð innan bæjar er erfið fyrir fólksbíla og hefur lögreglan þurft að aðstoða nokkra í morgun.

Gagnrýni á öryggisgæslu í Vatíkaninu

Kardínáli gagnrýndi öryggisgæslu í Vatíkaninu í gær eftir að kona réðst að Benedikt XVI páfa og hrinti honum í jörðina á aðfangadagskvöld. Þetta var í annað skiptið sem konan reyndi að vinna páfanum mein.

Staðfesti fangelsisdóm yfir Radomir Markovic

Hæstiréttur í Serbíu hefur staðfest 40 ára fangelsisdóm yfir Radomir Markovic fyrir morðtilraun. Markovic var yfirmaður öryggissveita Slobodan Milesovic, fyrrverandi forseta Serbíu.

Maximus og Nefertítí héldu jólaboð

Jólin eru haldin hátíðleg á heimili Maximusar eins og fyrri ár en nú hefur fjölgað á heimilinu því tíkin Nefertítí er flutt til hans og gerir loppur sínar grænar fyrir Maximusi, sem kærir sig kollóttan um slíka rómantík. Þau Maximus og Nefertítí héldu jólaboð í dag með tuskudýrunum sínum, elgnum, hundinum og að sjálfsögðu jólasveininum.

Þúsundir fagna jólunum í Betlehem

Talið er að um 15 þúsund ferðamenn fagni jólunum i Betlehem, fæðingarborg Krists. Hundruðir voru viðstaddir guðsþjónustu í Kirkju heilagrar Katrínar í dag.

Sex ára drengur lést í Betlehem

Sex ára gamall drengur beið bana í velska þorpinu Betlehem eftir að hann varð fyrir dráttarvél föður síns á miðvikudagskvöld. Dafydd Bowen hét drengurinn.

Bátur skemmdist í eldi á Ísafirði

Stór bátur skemmdist töluvert þegar eldur kom upp í honum í Ísafjarðarhöfn um tíuleytið í morgun. Að sögn lögreglu á Ísafirði eru helstu skemmdir í stýrishúsi bátsins.

Prestar á eftirlaunum þjónuðu við guðsþjónustur

Prestar á eftirlaunum þjóna ólaunaðir fyrir altari til að hægt sé að halda guðsþjónustur yfir hátíðarnar í Noregi. Engu að síður þarf að aflýsa fjölda guðsþjónusta vegna skorts á prestum.

Jólaguðspjallið má ekki gleymast

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að jólaguðspjallið megi ekki gleymast. Hann veltir því fyrir sér hvort það stefni í að eini staðurinn utan heimilanna sem leyfi upprifjun jólaguðspjallsins sé í Kirkjum.

Þungfært fyrir vestan

Þungfært er um Ísafjarðardjúp. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og verður það ekki opnað í dag, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ófært er á Gemlufallsheiði en þar er verið að hreinsa. Einig er ófært um Hálfdán, Mikladal og Kleifarheiði og er stendur mokstur þar yfir. Þæfingsfærð er á Barðaströnd og ófært um Klettsháls. Þungfært er um strandir og þæfinsfærð um Þröskulda. Ófært er norður í Árneshrepp.

Fjölmenni sótti kirkjur á aðfangadagskvöld

Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu voru fjölsóttar á aðfangadagskvöldi, segja þeir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prestur í Hallgrímskirkju og sr. Vigfús Þór Árnason prestur í Grafavogskirkju. Þeir eru sammála um að kirkjusókn aukist sífellt og hafi verið mikil alla aðventuna.

Illfært á Norðurlandi

Allir þjóðvegir í kringum Akureyri eru lokaðir vegna mikillar snjókomu í gærkvöldi og í nótt. Unnið er að því að opna þá. Þungfært er innanbæjar og varla færi fyrir fólksbíla þar að sögn lögreglunnar. Verið er að opna fyrir stofnbrautir. Eitt snjóflóð féll á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur um níuleytið í gærkvöld og er lokað þar á milli af þeirri ástæðu.

Þéttsetin Fríkirkja

Hátt í þúsund manns komu í Fríkirkjuna á aðfangadagskvöld að sögn Hjartar Magna Jóhannssonar. Hann segir að í 110 ára sögu safnaðarins hafi sjaldan verið önnur eins aðsókn. Aftansöngur jóla var sunginn þaðan klukkan sex. Um Klukkan hálftólf hófst svo miðnæturmessa í kirkjunni og segir Hjörtur Magni að þá hafi hver fermeter í kirkjunni verið nýttur. Páll Óskar Hjálmtýrsson og Monika Abendroth hörpuleikar fluttu tónlist ásamt strengjasveit Önnu Siggu og Fríkirkjukórnum. Það var Hjörtur Magni Jóhannsson sem þjónaði fyrir altari.

Veðrið gengið yfir á Vestfjörðum

Óvissuástandi var lýst yfir á Vestfjörðum í gærkvöldi vegna mikillar snjókomu og hvassviðris. Lögreglan á Vestfjörðum segir að það hafi verið býsna hvasst í nótt en veðrið svo gengið niður undir morgun. Allt hafi farið mun betur en fyrstu veðurspár gáfu til kynna.

Á annan tug manna hefur látist í óveðri í Bandaríkjunum

Talið er að 18 manns hafi látist vegna hálku á vegum í miðhluta Bandaríkjanna nú yfir jólahátíðina. Margir þeirra létust í Nebraska og Kansas, segir fréttastofa BBC. Um 100 flugferðum frá Minneapolis hefur verið frestað vegna veðurs.

Páfanum var hrint við guðsþjónustu

Benedikt XVI páfi var felldur í jörðina við upphaf guðsþjónustu í Péturskirkjunni í Róm á aðfangadagskvöld. Fréttastofa BBC segir að konan sem ýtti við páfanum þannig að hann féll eigi við geðræn vandamál að stríða. Hún var handtekin eftir atvikið.

Flugi til Ísafjarðar aflýst

Flugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar hefur verið aflýst. Flugvél sem átti að fara til Ísafjarðar um tíuleytið í morgun var snúið við. Líkur eru á að einhverjir sem hugðust verja jólunum á Ísafirði verði strandaglópar í höfuðstaðnum þetta aðfangadagskvöld. Flogið er til annarra áfangastaða samkvæmt áætlun.

Búast við mikilli umferð við kirkjugarða í dag

Búast má við talsverðri umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu í dag, aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.

Gekk berserksgang á heimili foreldra

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði afskipti af manni um tvítugt í nótt sem gekk berserksgang á heimili foreldra sinna. Maðurinn er í haldi lögreglunnar og er búist við því að skýrsla verði tekin af honum í dag.

Folöldin hafa unnið hjörtu heimamanna

„Folöldin eru komin og unnu hjörtu Mexíkóanna um leið og þau birtust.“ Þetta stendur í tölvupósti sem hin þýska hestakona, Regína Hof, skrifaði Huldu Gústafsdóttur á Árbakka í Rangárvallasýslu, útflytjanda sjö folalda, sem flutt voru frá Íslandi til Mexíkó.

Sjá næstu 50 fréttir