Innlent

Enginn fréttaritari í Brussel

Ríkisútvarpið hefur hætt við áform sín um að hafa fréttamann staðsettan í Brussel í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun var tekin í ljósi þröngs fjárhags Rúv. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, sem vildi vita hver heildarkostnaður Ríkisútvarpsins yrði við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×