Innlent

Deilt um kvöldfund

Mynd/Anton Brink
Þingmenn deildu við upphaf þingfundar í dag hvort að funda ætti fram á kvöld um Icesave frumvarpið. Þuríður Backman, varaforseti Alþingis, sagði að samkomulag væri um tilhögun þriðju umræðu um Icesave og líklega yrði þingfundur fram á kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu hins vegar að ekkert samkomulag væri um kvöldfund og óskuðu eftir því að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla.

Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði óþarfi að rífast um smáatriði og því væri eðlilegt að kjósa um málið. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði vinnubrögð meirihlutans óásættanleg.

Samþykkt var með 30 atkvæðum gegn 24 að Icesave málið verði rætt fram á kvöld. 22 þingmenn eru á mælendaskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×