Innlent

1500 fjölskyldur fengu jólaaðstoð

Fjörutíu sjálfboðaliðar tóku þátt í starfi Fjölskylduhjálparinnar að þessu sinni.
Fjörutíu sjálfboðaliðar tóku þátt í starfi Fjölskylduhjálparinnar að þessu sinni. Mynd/Pjetur
Tæplega 1500 fjölskyldur fengu jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands núna fyrir jólin, sem eru mun fleiri fjölskyldur en fyrir jólin í fyrra. Erlend hjálparsamtök studdu Fjölskylduhjálpina að þessu sinni. Þá kemur fram í tilkynningu að 50 fjölskyldur leituðu eftir neyðaraðstoð eftir að formlegri úthlutun lauk 21. desember.

„Það var áberandi fyrir þessi jól hversu margt ungt fólk leitaði eftir aðstoð, ungt atvinnulaust fólk nýbúið að stofna heimili og sum hver með ung börn á framfæri. Einnig leituðu margir öryrkjar eftir aðstoð í fyrsta sinn," segir í tilkynningunni.

Fjölskylduhjálp Íslands þakkar þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem studdu við starfið á árinu, sem er að líða og gerðu samtökunum kleift að hjálpa svo mörgum fjölskyldum í neyð. Þá voru erlend hjálparsamtök í Hollandi og Bandaríkjunum, sem studdu vel við bakið á Fjölskylduhjálpinni í fyrsta sinn, svo og Þjóðræknifélagið í Kanada.

Fjörutíu sjálfboðaliðar tóku þátt í starfi Fjölskylduhjálparinnar að þessu sinni. Úthlutun hefst að nýju miðvikudaginn 13. janúar klukkan 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×