Innlent

Fimm á slysadeild eftir árekstur

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Biskupstungnabrautar og Kiðjabergsvegar í Grímsnesi í gærkvöldi. Eftir því sem næst verður komist slasaðist enginn alvarlega, en bílarnir eru báðir ónýtir og voru þeir fjarlægðir með kranabílum. Tildrög voru þau að öðrum bílnum var ekið inn á Biskupstungnabrautina, sem er aðalbraut, í veg fyrir hinn bílinn, sem þar var á ferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×