Innlent

Þjónustutrygging verður 20 þúsund krónur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjavíkurborg mun greiða 25 þúsund krónur í þjónustutryggingu á hvert barn frá 1. janúar til 1. ágúst næstkomandi en greiðslan verður 20 þúsund krónur eftir það. Þetta var ákveðið í leikskólaráði þann 16. desember síðastliðinn.

Þjónustutryggingu er ætlað að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í leikskóla. Samkvæmt reglum um þjónustutryggingu er hún greidd þar til leikskólapláss býðst eða önnur þjónusta, svo sem hjá dagforeldri eða sjálfstætt starfandi leikskóla.

Þjónustutrygging kom til framkvæmda 1. september 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×