Innlent

Gamall bátur sökk í Njarðvíkurhöfn

Gamall eikarbátur, sem legið hefur við bryggju í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið, sökk við bryggjuna í gær og er enn á kafi. Báturinn, sem heitir Svanur KE, um það bil 40 tonn að stærð, hafði verið afskráður sem fiskiskip og stóð til að farga honum. Hann er hinsvegar fyrir í höfninni og þarf að ná honum á flot, áður en hægt verður að farga honum. Ekki er vitað hvers vegna báturinn fór skyndilega að leka, en hann sökk á skammri stundu.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×