Flutti utan og gæti misst stöðu sem bæjarfulltrúi 28. desember 2009 06:00 Ásthildur Helgadóttir Landsliðskonan fyrrverandi í knattspyrnu náði kjöri í bæjarstjórn Kópavogs vorið 2006 en virðist á útleið áður en kjörtímabilið er á enda vegna flutninga á barnarúmi til Svíþjóðar. Fréttablaðið/ Allt útlit er fyrir að Ásthildur Helgadóttir missi stöðu sína sem bæjarfulltrúi í Kópavogi þar sem hún flutti lögheimili sitt til Svíþjóðar þegar hún byrjaði í fæðingarorlofi í september. „Mitt mat er að mikill vafi leiki á því hvort Ásthildur eigi rétt á að taka sæti sitt aftur í bæjarstjórn,“ segir í greinargerð Þórðar Clausen Þórðarsonar bæjarlögmanns sem fékk bæjarráð til að samþykkja að óska eftir áliti samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis á málinu enda séu ekki til neinir úrskurðir í hliðstæðum málum. „Þetta var kannski ákveðin óheppni og klaufaskapur,“ segir Ásthildur og útskýrir að hún hafi flutt tímabundið til Svíþjóðar með manni sínum og nýfæddum syni. Maður hennar sé arkitekt og hafi ekki haft atvinnu á Íslandi og því farið utan til náms. Sjálf hóf hún sex mánaða fæðingarorlof í byrjun september. Með sér tók fjölskyldan barnarúm og fleira sem tilheyrði litla syninum. Þetta var skráð á nafn Ásthildar. Það ætlar að reynast henni dýrkeypt. „Við máttum ekki leysa þetta úr tollinum úti nema skrá mig inn í landið,“ segir hún. „Í rauninni var þetta hugsunarleysi en ætlunin var að ég myndi skrá mig bara til baka áður en ég kæmi aftur til starfa eftir fæðingarorlofið.“ Ásthildur og fjölskylda eru nú á Íslandi í jólafríi og ætla síðan aftur utan. Ólíklegt er að Ásthildur endurheimti stöðu sína í bæjarstjórn Kópavogs 1. febrúar eins og hún hafði gert ráð fyrir. Hún missir þá af nokkrum mánuðum í starfi fram að kosningum í vor og segir það vissulega slæmt fyrir sig í núverandi efnahagsástandi að missa af þeim tekjum. „En ég gerði þetta til að fá dótið hans sonar míns og verð að hugsa um okkar hag sem fjölskyldu. Ef þetta þýðir að ég geti ekki snúið aftur í bæjarstjórn þá verð ég bara að taka því.“ Ásthildur ítrekar að hún sé hvorki á launum hjá Kópavogsbæ né hafi tekið þátt í störfum bæjarstjórnar eftir að hún flutti lögheimilið utan. „Þetta snýst ekki um laun eins og kannski einhver vill vera láta,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ásthildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. „Það fer allt eftir því hvernig aðstæður verða. Ég hugsa fyrst um fjölskylduna,“ svarar hún. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Allt útlit er fyrir að Ásthildur Helgadóttir missi stöðu sína sem bæjarfulltrúi í Kópavogi þar sem hún flutti lögheimili sitt til Svíþjóðar þegar hún byrjaði í fæðingarorlofi í september. „Mitt mat er að mikill vafi leiki á því hvort Ásthildur eigi rétt á að taka sæti sitt aftur í bæjarstjórn,“ segir í greinargerð Þórðar Clausen Þórðarsonar bæjarlögmanns sem fékk bæjarráð til að samþykkja að óska eftir áliti samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis á málinu enda séu ekki til neinir úrskurðir í hliðstæðum málum. „Þetta var kannski ákveðin óheppni og klaufaskapur,“ segir Ásthildur og útskýrir að hún hafi flutt tímabundið til Svíþjóðar með manni sínum og nýfæddum syni. Maður hennar sé arkitekt og hafi ekki haft atvinnu á Íslandi og því farið utan til náms. Sjálf hóf hún sex mánaða fæðingarorlof í byrjun september. Með sér tók fjölskyldan barnarúm og fleira sem tilheyrði litla syninum. Þetta var skráð á nafn Ásthildar. Það ætlar að reynast henni dýrkeypt. „Við máttum ekki leysa þetta úr tollinum úti nema skrá mig inn í landið,“ segir hún. „Í rauninni var þetta hugsunarleysi en ætlunin var að ég myndi skrá mig bara til baka áður en ég kæmi aftur til starfa eftir fæðingarorlofið.“ Ásthildur og fjölskylda eru nú á Íslandi í jólafríi og ætla síðan aftur utan. Ólíklegt er að Ásthildur endurheimti stöðu sína í bæjarstjórn Kópavogs 1. febrúar eins og hún hafði gert ráð fyrir. Hún missir þá af nokkrum mánuðum í starfi fram að kosningum í vor og segir það vissulega slæmt fyrir sig í núverandi efnahagsástandi að missa af þeim tekjum. „En ég gerði þetta til að fá dótið hans sonar míns og verð að hugsa um okkar hag sem fjölskyldu. Ef þetta þýðir að ég geti ekki snúið aftur í bæjarstjórn þá verð ég bara að taka því.“ Ásthildur ítrekar að hún sé hvorki á launum hjá Kópavogsbæ né hafi tekið þátt í störfum bæjarstjórnar eftir að hún flutti lögheimilið utan. „Þetta snýst ekki um laun eins og kannski einhver vill vera láta,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ásthildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. „Það fer allt eftir því hvernig aðstæður verða. Ég hugsa fyrst um fjölskylduna,“ svarar hún.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira