Innlent

Slökkviliðsmaður hætt kominn þegar báturinn sökk

Báturinn sökk mjög hratt. Mynd/ Markús Karl Valsson.
Báturinn sökk mjög hratt. Mynd/ Markús Karl Valsson.
Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja var hætt kominn þegar gamall eikarbátur sökk í Njarðvíkurhöfn í gær. Vinnufélaga hans tókst með snarræði að bjarga honum á síðustu stundu.

Báturinn, sem heitir Svanur KE, og er 40 tonna Eikarbátur, er afskráður sem fiskiskip og hefur legið lengi í Njarðvíkurhöfn, en til stendur að farga honum. Þegar hugað var að bátnum í gærmorgun, var allt með eðlilegum hætti, en nokkrum klukkustundum síðar sást hvar hann var farinn að síga ískyggilega, og var slökkviliðið þá kallað á vettvang til að dæla úr honum sjó. Lekinn var hinsvegar svo mikill að við ekkert varð ráðið og stökk slökkviliðsmaðurinn því niður á hvalbak bátsins, til að losa annan bát, sem lá utan á Svani, til þess að hann sykki ekki með. En Svanur sökk svo hratt að sogið af sjónum náði brátt til slökkviliðsmannsins, sem gat sér enga björg veitt, enda í þungum slökkviliðsbúningi.

Snarráður félagi hans kastaði sér þá flötum á bryggjuna , teygði sig í sökkvandi félagann og tókst á við sogið í sjónum. Hann hafði betur og náði á síðustu stundu a toga vin sinn upp á bryggjuna, en í sama mund hvarf Svanur á kaf. Reynt verður að ná honum á flot við fyrsta tækifæri svo hægt verði að, farga honum á viðeigandi hátt.






Tengdar fréttir

Gamall bátur sökk í Njarðvíkurhöfn

Gamall eikarbátur, sem legið hefur við bryggju í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið, sökk við bryggjuna í gær og er enn á kafi. Báturinn, sem heitir Svanur KE, um það bil 40 tonn að stærð, hafði verið afskráður sem fiskiskip og stóð til að farga honum. Hann er hinsvegar fyrir í höfninni og þarf að ná honum á flot, áður en hægt verður að farga honum. Ekki er vitað hvers vegna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×