Slökkviliðsmaður hætt kominn þegar báturinn sökk 28. desember 2009 12:11 Báturinn sökk mjög hratt. Mynd/ Markús Karl Valsson. Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja var hætt kominn þegar gamall eikarbátur sökk í Njarðvíkurhöfn í gær. Vinnufélaga hans tókst með snarræði að bjarga honum á síðustu stundu. Báturinn, sem heitir Svanur KE, og er 40 tonna Eikarbátur, er afskráður sem fiskiskip og hefur legið lengi í Njarðvíkurhöfn, en til stendur að farga honum. Þegar hugað var að bátnum í gærmorgun, var allt með eðlilegum hætti, en nokkrum klukkustundum síðar sást hvar hann var farinn að síga ískyggilega, og var slökkviliðið þá kallað á vettvang til að dæla úr honum sjó. Lekinn var hinsvegar svo mikill að við ekkert varð ráðið og stökk slökkviliðsmaðurinn því niður á hvalbak bátsins, til að losa annan bát, sem lá utan á Svani, til þess að hann sykki ekki með. En Svanur sökk svo hratt að sogið af sjónum náði brátt til slökkviliðsmannsins, sem gat sér enga björg veitt, enda í þungum slökkviliðsbúningi. Snarráður félagi hans kastaði sér þá flötum á bryggjuna , teygði sig í sökkvandi félagann og tókst á við sogið í sjónum. Hann hafði betur og náði á síðustu stundu a toga vin sinn upp á bryggjuna, en í sama mund hvarf Svanur á kaf. Reynt verður að ná honum á flot við fyrsta tækifæri svo hægt verði að, farga honum á viðeigandi hátt. Tengdar fréttir Gamall bátur sökk í Njarðvíkurhöfn Gamall eikarbátur, sem legið hefur við bryggju í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið, sökk við bryggjuna í gær og er enn á kafi. Báturinn, sem heitir Svanur KE, um það bil 40 tonn að stærð, hafði verið afskráður sem fiskiskip og stóð til að farga honum. Hann er hinsvegar fyrir í höfninni og þarf að ná honum á flot, áður en hægt verður að farga honum. Ekki er vitað hvers vegna 28. desember 2009 10:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja var hætt kominn þegar gamall eikarbátur sökk í Njarðvíkurhöfn í gær. Vinnufélaga hans tókst með snarræði að bjarga honum á síðustu stundu. Báturinn, sem heitir Svanur KE, og er 40 tonna Eikarbátur, er afskráður sem fiskiskip og hefur legið lengi í Njarðvíkurhöfn, en til stendur að farga honum. Þegar hugað var að bátnum í gærmorgun, var allt með eðlilegum hætti, en nokkrum klukkustundum síðar sást hvar hann var farinn að síga ískyggilega, og var slökkviliðið þá kallað á vettvang til að dæla úr honum sjó. Lekinn var hinsvegar svo mikill að við ekkert varð ráðið og stökk slökkviliðsmaðurinn því niður á hvalbak bátsins, til að losa annan bát, sem lá utan á Svani, til þess að hann sykki ekki með. En Svanur sökk svo hratt að sogið af sjónum náði brátt til slökkviliðsmannsins, sem gat sér enga björg veitt, enda í þungum slökkviliðsbúningi. Snarráður félagi hans kastaði sér þá flötum á bryggjuna , teygði sig í sökkvandi félagann og tókst á við sogið í sjónum. Hann hafði betur og náði á síðustu stundu a toga vin sinn upp á bryggjuna, en í sama mund hvarf Svanur á kaf. Reynt verður að ná honum á flot við fyrsta tækifæri svo hægt verði að, farga honum á viðeigandi hátt.
Tengdar fréttir Gamall bátur sökk í Njarðvíkurhöfn Gamall eikarbátur, sem legið hefur við bryggju í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið, sökk við bryggjuna í gær og er enn á kafi. Báturinn, sem heitir Svanur KE, um það bil 40 tonn að stærð, hafði verið afskráður sem fiskiskip og stóð til að farga honum. Hann er hinsvegar fyrir í höfninni og þarf að ná honum á flot, áður en hægt verður að farga honum. Ekki er vitað hvers vegna 28. desember 2009 10:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Gamall bátur sökk í Njarðvíkurhöfn Gamall eikarbátur, sem legið hefur við bryggju í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið, sökk við bryggjuna í gær og er enn á kafi. Báturinn, sem heitir Svanur KE, um það bil 40 tonn að stærð, hafði verið afskráður sem fiskiskip og stóð til að farga honum. Hann er hinsvegar fyrir í höfninni og þarf að ná honum á flot, áður en hægt verður að farga honum. Ekki er vitað hvers vegna 28. desember 2009 10:00