Fleiri fréttir

Sextíu manns slösuðust á jólatónleikum

Sextíu manns slösuðust á jólatónleikum í Birmingham, Bretlandi, þegar X-Factor stjarnan JLS átti að stíga á svið. Járngrind sem aðskilur fjöldann og er mikilvægt öryggisatriði þar sem fjöldi manna er kominn, gaf sig með þessum hörmulegu afleiðingum.

Ljósið var lofsteinn sem splundraðist með tilþrifum

„Þetta var örugglega lofsteinn sem splundraðist með tilþrifum,“ segir Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af stjórnendum vefjarins Stjörnuskoðun.is. Þegar framburður sjónarvottanna sem sáu mikla ljósrák á himni síðdegis er borinn undir Sævar segir hann lýsingarnar ríma nokkurn veginn við það að lofsteinn hafi splundrast þegar hann kom inn í gufuhvolfið.

Dularfullt ljós á himnum - sennilega stjörnuhrap

Allnokkrir hafa hringt inn á fréttastofu og segjast hafa séð skært ljós á himnum sem hrapaði til jarðar. Einn sjónarvotturinn taldi að þarna hafi verið óvanalega bjart stjörnuhrap. Svo virðist sem það hafi verið á suðurlandi en annar sjónarvotturinn sem var gestur í Bláa lóninu sagði fyrirbærið hafa verið svo skært og mikið að það virtist mjög nálægt. Fyrirbærið sást um klukkan hálf sex í kvöld.

Skattar á millitekjufólk gæti orðið minni

Ríkisstjórnin hefur enn ekki lokið við að móta tillögur sínar í skattamálum. Skattahækkanir á millitekjufólk gætu þó orðið minni en upphaflega var gert ráð fyrir.

Eltihrellir í nálgunarbann

Hæstiréttur Íslands staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann manns gagnvart barnsmóður sinni. Maðurinn hafði ítrekað í hótunum við hana auk þess sem hann veitti henni tvívegis eftirför þannig að mikil hætta skapaðist af.

Þjóðfundinum slitið

Þjóðfundinum var slitið klukkan fimm en það voru meðal annars tónlistarmennirnir KK, Björgvin Halldórsson og Gunnar Þórðarson ásamt fleirum sem luku fundinum með fjöldasöng. Þar var meðal annars sungið lagið „Viltu með mér vaka í nótt“ og fleiri lög.

Kostur opnaður - Jón tók í höndina á öllum

Matvöruverslunin Kostur opnaði fyrir viðskiptavinum í dag eftir tölvuvandræði í upphafi dags. Þau hafa nú verið leyst og sala gengur að mestu leyti greiðlega fyrir sig.

Ríkisendurskoðun gefur skussum lengri frest

Frestur sem stjórnmálasamtök og frambjóðendur hafa til að skila upplýsingum um framlög fyrri ára til Ríkisendurskoðunar hefur verið framlengdur til 10. desember næstkomandi samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Ríkisendurskoðunnar.

Þjóðfundagestir sætta sig við sektir

Forsvarsmaurar Þjóðfundarins höfðu samband við lögregluna vegna sekta sem gestir Þjóðfundarins fengu fyrir stöðubrot í dag og Vísir greindi frá.

Kostur opnar en ekki hægt að kaupa neitt

Verslunin Kostur í Kópavogi hefur opnað en vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að versla neitt. Búðin átti að opna klukkan ellefu í morgun en því var frestað vegna bilanna. Reynt var að ráða fram úr því og stefnt á að opna búðina á milli eitt og tvö í dag.

Þjóðfundargestir fá sektir fyrir að leggja ólöglega

Lögreglumenn eru nú við Laugardagshöllina og eru iðnir við að sekta ökumenn á Þjóðfundinum sem hafa lagt ólöglega samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við Vísi. Um fimmtán hundruð manns eru á þjóðfundinum og því mikið um bíla allt í kring.

Spron-settin rjúka út

Sófasett sem slitastjórn SPRON býður til sölu á heimasíðu bankans ruku út en um er að ræða þrjú sófasett frá InnX. Það dýrasta kostar 200 þúsund krónur.

Heiðarleiki mikilvægasta gildið

Heiðarleiki er það gildi sem þjóðfundarfulltrúum finnst mikilvægast fyrir samfélagið segi í tilkynningu frá forsvarsmönnum/maurum, Þjóðfundarins.

Eva Joly vildi ekki koma til Íslands - Björk var gulrótin

Eva Joly var treg til þess að koma til Íslands þegar Egill Helgason bauð henni að koma fram í þætti sínum, Silfri Egils, á síðasta ári sem varð til þess að hún tók að sér ráðgjafahlutverk fyrir sérstakan saksóknara.

Íslendingar og Rúmenar svartsýnastir

Íslendingar ásamt Rúmenum eru svartsýnastir tuttugu og fjögurra þjóða þar sem spurt var um væntingar fólks til horfa í efnahagsmálum næstu þrjá mánuðina. Heldur hefur þó dregið úr svartsýni þjóðarinnar frá því í júlí í sumar.

Leyndar afleiðingar skattahækkana valda þingmönnum áhyggjum

Áhrif fyrirhugaðra skattahækkana á millitekjufólk er það atriði sem helst virðist valda áhyggjum meðal þingmanna. Áfram verður unnið að mótun skattahugmynda um helgina en eitt af því sem hefur verið rætt er að hækka neðsta skattþrepið sem nú miðast við 250 þúsund króna mánaðarlaun.

Þingmenn á þjóðfundi

Formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaðurinn Bjarni Benediktsson situr ásamt fimmtán hundruð manns á þjóðfundinum sem haldinn er í Laugardalshöll en með honum situr einnig Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Jón vonast til þess að opna um hádegið

„Við erum að vonast til þess að geta opnað upp úr hádeginu,“ segir Jón Gerald Sullenberger en verslun hans, Kostur, átti að opna klukkan ellefu í dag. Opnuninni hefur verið frestað vegna tæknilegra örðugleika en almenningur er þegar farið að streyma í verslunina að sögn Jóns.

Svikulum Frökkum vísað úr landi

Tveimur frönskum ríkisborgurum var vísað frá Íslandi í gær en við ákvörðunina beitti Útlendingastofnun frávísunarheimld í útlendingalögum þar sem skírskotað er til allsherjarreglu og almannaöryggis.

Opnun Kosts frestað

Fyrirhugað var að opna matvöruverslunina Kost í dag klukkan ellefu.

Eftirvænting og jákvæðni á þjóðfundi

„Hér er troðfullt og traffík fyrir utan,“ segir fjölmiðlamaurinn Maríanna Friðjónsdóttir en hún er hluti af Þjóðfundinum sem var verið að setja þegar blaðamaður ræddi við hana.

Brotist inn í Þína verslun

Brotist var inn í Þína verslun í Vesturbergi um hálf eitt í nótt samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er ljóst hverju var stolið en þjófarnir brutu rúðu til þess að komast inn í búðina. Lögreglan leitar þjófanna.

Strætó skilar hagnaði í ár

Strætó bs. mun skila 200 milljóna króna hagnaði í ár, ef fram heldur sem horfir. Það er algjör viðsnúningur frá rekstri síðustu ára og í fyrsta sinn síðan 2004 sem fyrirtækið skilar hagnaði.

Sumarið gaf 72 þúsund laxa

Laxar veiddir á stöng sumarið 2009 voru rúmlega 72 þúsund samkvæmt bráðabirgðatölum Veiðimálastofnunar. Það er fjórtán prósentum minni veiði en metsumarið 2008 og næstmesta stangveiði sem skráð hefur verið úr íslenskum laxveiðiám. Met voru sett í nokkrum ám, þar á meðal

Nágrannahús ekki dæmd til niðurrifs

Kröfu eiganda lítils sumarhúss í Kiðjabergi í Grímsnesi um að tvö ný frístundahús í nágrenninu yrðu rifin hefur verið hafnað Í Héraðsdómi Suðurlands.

Minna hringt til útlanda en undanfarin ár

Á sama tíma og fastlínutengingum í símkerfi landsins fjölgar lítillega má merkja samdrátt í lengd símtala úr kerfinu. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunarinnar (PFS) á tölfræði fjarskiptamarkaðarins á fyrri helmingi ársins 2009.

Íslendingar eftirbátar í móðurmálskennslu

Ef við leggjum ekki rækt við íslensku í skólakerfinu er hætt við að framtíð hennar verði ógnað. Svo segir í niðurlagi ályktunar Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu árið 2009.

Horfur hafa batnað

Útlit er fyrir að halli ríkis­sjóðs verði minni í ár en áður var talið. Það skýrist af lægri vaxtakostnaði en reiknað var með og minna atvinnuleysi en spáð var. Um leið stefna tekjur ríkissjóðs – einkum af virðisaukaskatti – í að vaxa meira en ráð var fyrir gert.

Bjartsýni eykst almennt

Svartsýni er mun meiri hér en í öðrum löndum og eru Íslendingar líklegri til að upplifa þunglyndi vegna efnahagsþrenginganna en í öðrum löndum, samkvæmt niðurstöðum ársfjórðungslegrar könnunar WIN, samtaka óháðra alþjóðlegra markaðsrannsóknafyrirtækja á áhrifum efnahagskreppunnar hér og í 23 öðrum löndum.

Bílastæðavandanum var ekki mætt

Deiliskipulag um miklar viðbyggingar við Iðnskólann í Reykjavík hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.

Stúlkan fannst á Akureyri

Stúlkan sem lögreglan á Akureyri og Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar lýstu eftir fyrr í kvöld, er komin fram á Akureyri, heil á húfi.

Fara fram á dauðarefsingu yfir Mohammed

Saksóknarar í Bandaríkjunum munu fara fram á dauðarefsingu yfir Khalid Sheikh Mohammed, en hann segir sig vera höfuðpaurinn í árásunum á Tvíburaturnana í New York. Réttarhöldin munu fara fram í New York, skammt frá þeim stað sem Tvíburaturnarnir stóðu.

Landað framhjá vigt úr báti Grétars

Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins, á yfir höfði sér veiðileyfissviftingu eftir að leigutaki nýkeypts báts hans var staðinn að því landa hálfu tonni af fiski framhjá vigt í Sandgerði í gær. Veiðieftirlit Fiskistofu kærði málið til lögreglu.

Framkvæmdastjóri AGS: Lausn Icesave ekki forsenda aðstoðar

Lausn icesave deilunnar hefur aldrei verið skilyrði fyrir efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í bréfi sem hann sendir Gunnari Sigurðssyni leikara og Þjóðfundinum sem fram fer á morgun.

Landspítalinn fer 1200 milljónum fram úr fjárheimildum

Það stefnir í að rekstur Landspítalans fari rúmum 1.200 milljónum fram úr fjárheimildum á þessu ári, þrátt fyrir miklar breytingar á starfsemi spítalans, launalækkanir og aðhald í innkaupum. Þetta segir Björn Zoëga, starfandi forstjóri spítalans, í pistli til starfsanna hans. Björn segir að spítalinn hafi þó náð miklum árangri. Það hafi þurft að lækka rekstrarkostnað spítalans í ár um 2900 milljónir króna frá 2008.

Nálgunarbann staðfest á barnsföður

Hæstiréttur staðfesti í dag nálgunarbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem meðal annars hótaði barnsmóður sinni og fjölskyldu hennar lífláti. Maðurinn var á reynslulausn úr fangelsi þegar hann ógnaði fólkinu.

Fjölgar um einn á gjörgæslu með svínaflensu

Fimm sjúklingar eru á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu eða H1N1 inflúensu. Þeim hefur fjölgað um einn frá því í gær. Engu að síður hefur inniliggjandi sjúklingum á spítalanum sem eru með flensuna fækkað. Þeir voru 28 í gær en þeir eru 21 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítalans.

Fleiri börn fá svínaflensu

Svínaflensan er í rénun og fer tilfellum fækkandi um allt land nema á norðausturhorninu. Aldursdreifing tilfella hefur breyst og hefur tíðni aukist meðal barna á aldrinum 0 til 9 ára. Hlutfallsleg fækkun hefur að sama skapi verið í aldurshópi frá 15 til 30 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Tryggvi: Stjórnin fallin náist ekki meirihluti

„Þetta lýsir samstöðuleysi innan stjórnarflokkanna í þessu máli. Þetta virðist vera að sigla í alveg sama horf og í sumar þegar órólegadeildin í Vinstri grænum átti mjög erfitt með að samþykkja þetta,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir