Innlent

Þingmenn á þjóðfundi

Bjarni Benediktsson á þjóðfundi.
Bjarni Benediktsson á þjóðfundi.

Formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaðurinn Bjarni Benediktsson situr ásamt fimmtán hundruð manns á þjóðfundinum sem haldinn er í Laugardalshöll en með honum situr einnig Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Vísir hefur haft spurnir af fleiri stjórnmálamönnum en þar á meðal eru borgarfulltrúar.

Um 1.500 manns hafa horft á beina útsendingu á netinu frá Þjóðfundinum. Fyrirtækið Sense annast beinast útsendingu frá fundinum. Sense og Luxor leggja einnig til allan hljóð- mynd-, ljós- og sviðsbúnað fyrir fundinn. Þá koma ThinkPad tölvur frá Nýherja, móðurfélagi Sense.

Fundurinn stendur til fimm í dag. Áður en fundi verður slitið munu bændur bjóða gestum upp á íslenska kjötsúpu væntanlega til þess að skerpa skilningsvit fundargesta.

Hægt er að fylgjast með þjóðfundinum hér.


Tengdar fréttir

Eftirvænting og jákvæðni á þjóðfundi

„Hér er troðfullt og traffík fyrir utan,“ segir fjölmiðlamaurinn Maríanna Friðjónsdóttir en hún er hluti af Þjóðfundinum sem var verið að setja þegar blaðamaður ræddi við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×