Innlent

Brotist inn í Þína verslun

Brotist var inn í Þína verslun í Vesturbergi um hálf eitt í nótt samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er ljóst hverju var stolið en þjófarnir brutu rúðu til þess að komast inn í búðina. Lögreglan leitar þjófanna.

Lögreglan stöðvaði svo fjóra ökumenn eftir klukkan fjögur í nótt. Allir reyndust þeir ölvaðir. Einn þeirra var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Mikill hávaði fylgdi skemmtanalífi Reykjavíkur að sögn lögreglu og því allnokkur erill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×