Innlent

Þjóðfundargestir fá sektir fyrir að leggja ólöglega

Sektaður. Gestur á þjóðfundinum ræðir við lögregluþjón. Mynd/Pjetur.
Sektaður. Gestur á þjóðfundinum ræðir við lögregluþjón. Mynd/Pjetur.

Lögreglumenn eru nú við Laugardagshöllina og eru iðnir við að sekta ökumenn á Þjóðfundinum sem hafa lagt ólöglega samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við Vísi. Um fimmtán hundruð manns eru á þjóðfundinum og því mikið um bíla allt í kring.

Svo virðist sem þjóðfundagestir hafi ekki allir fylgt lögum varðandi lagningu ökutækja sinna og mega því búast við sektum fyrir stöðubrot.

Það kostar 2500 krónur að leggja ökutæki ólöglega.

Þegar haft var samband við varðstjóra lögreglunnar fengust þau svör að umferðadeild lögreglunnar væri með átak í gangi um að sekta þá sem leggja ólöglega.

Þá hefur nokkuð borið á því undanfarna mánuði að ökumenn leggi ólöglega í Laugardalnum þegar þeir sækja kappleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×