Innlent

Eltihrellir í nálgunarbann

Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann manns gagnvart barnsmóður sinni í gær. Maðurinn hafði ítrekað í hótunum við hana auk þess sem hann hefur tvívegis veitt henni eftirför þannig að hætta skapaðist af.

Maðurinn hefur tvisvar áður verð dæmdur fyrir ofbeldisbrot og mátti ætla að hann myndi vinna konunni mein yrði hann ekki úrskurðaður í nálgunarbann.

Maðurinn var því úrskurðaður í nálgunarbann í hálft ár. Hann þarf að halda sig í 50 metra fjarlægð frá konunni og má ekki hafa samband við hana á nokkurn hátt né veita henni eftirför.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×