Innlent

Framkvæmdastjóri AGS: Lausn Icesave ekki forsenda aðstoðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS.
Lausn icesave deilunnar hefur aldrei verið skilyrði fyrir efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í bréfi sem hann sendir Gunnari Sigurðssyni leikara og Þjóðfundinum sem fram fer á morgun.

Strauss-Kahn segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi ekki að skipta sér af tvíhliða deilum milli aðildarríkja sinna og hafi ekki gert það í þessu tilfelli. Hins vegar hafi Icesave deilan óbeint haft áhrif á fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunarinnar vegna þess að það hafi tafið lán frá Norðurlöndunum. Lausn Icesavedeilunnar hafi verið forsenda fyrir því að þau lán fengust greidd. Samræmi hafi þurft að vera í efnahagsáætluninni. Það hefði verið tilgangslaust að móta stefnu í efnahagsmálum ef ekki væri til fé til að fjármagna áætlunina.

Gert er ráð fyrir að allt að 1500 manns muni sækja Þjóðfundinn sem fer fram í Laugardalshöll og mun hefjast snemma í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×