Innlent

Nágrannahús ekki dæmd til niðurrifs

Þórdís Tómasdóttir stefndi eigendum tveggja nýrra frístundahúsa. Mynd/Egill
Þórdís Tómasdóttir stefndi eigendum tveggja nýrra frístundahúsa. Mynd/Egill
Kröfu eiganda lítils sumarhúss í Kiðjabergi í Grímsnesi um að tvö ný frístundahús í nágrenninu yrðu rifin hefur verið hafnað Í Héraðsdómi Suðurlands.

Hjónin Þór Ingólfsson og Þórdís Tómasdóttir, sem eiga sumarhús í landi Meistarfélags húsasmiða í Kiðjabergi, stefndu bæði sveitar­félaginu og eigendum tveggja nýrra frístundahúsa með kröfu um niðurrif húsanna. Sögðu þau byggingarleyfi húsanna ógild þar sem ekki hafi verið staðið rétt að kynningu á breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Eftir breytinguna var heimilt að byggja miklu stærri hús en áður var leyft í Kiðjabergi. Þetta skipulag vildu hjónin að yrði fellt út gildi með dómi.

Héraðsdómur tekur þó undir með hjónunum að byggingarleyfi fyrir nýju húsunum hafi verið veitt áður en nýja skipulagið tók gildi. Lögin mæla fyrir um að séu byggingar reistar áður en skipulagi er breytt skuli fjarlægja þær til þess að skipulagið taki gildi. Héraðsdómur segir að eigendur nýju húsanna hafi hins vegar stöðvað framkvæmdir á sínum tíma og ekki hafið þær aftur fyrr en nýja skipulagið hafði tekið gildi. Þeir hafi byggt hús sín í „góðri trú um gildi byggingarleyfa sinna“ og því sé ekki unnt að fallast á kröfur hjónanna. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×