Innlent

Fara fram á dauðarefsingu yfir Mohammed

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Khalid Sheikh Mohammed.
Khalid Sheikh Mohammed.
Saksóknarar í Bandaríkjunum munu fara fram á dauðarefsingu yfir Khalid Sheikh Mohammed, en hann segir sig vera höfuðpaurinn í árásunum á Tvíburaturnana í New York. Réttarhöldin munu fara fram í New York, skammt frá þeim stað sem Tvíburaturnarnir stóðu.

Mohammed og fjórir aðrir, sem einnig eru grunaðir um aðild að hryðjuverkunum, dvelja nú í hinum alræmdu fangabúðum við Guantanamo flóa á Kúbu. Þeir verða fluttir til New York fljótlega. Obama Bandaríkjaforseti hyggst loka fangabúðunum í Guantanamo, eftir því sem fram kemur á vef Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×