Innlent

Eftirvænting og jákvæðni á þjóðfundi

Frá æfingu borðstjóranna fyrr í vikunni.
Frá æfingu borðstjóranna fyrr í vikunni.

„Hér er troðfullt og traffík fyrir utan," segir fjölmiðlamaurinn Maríanna Friðjónsdóttir en hún er hluti af Þjóðfundinum sem var verið að setja þegar blaðamaður ræddi við hana.

Í gegnum símann mátti heyra nokkuð sem líktust regndropum en í raun voru fundargestir að smella fingrum. Þá voru þau María Ellingsen og Guðjón Már Guðjónsson að setja þjóðfundinn.

Alls munu fimmtán hundruð manns taka þátt í fundinum en þau voru valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá.

Fyrir þá sem hafa áhuga á fundinum þá er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu. Þeir sem hafa Facebook-reikning geta skráð sig inn á hann og sent kveðju til fundarins. Slíkt hið sama er mögulegt í gegnum Twitter.

„Eftirvæntingin er mikil og jákvæðnin einnig. Núna er fólk að kynnast og hita sig upp," segir Maríanna um fas fundargesta.

Maríanna segir að fundarmenn munu nú takast á við heldur flókna spurningu næstu 44 mínúturnar, það er: Hver eru sameiginleg gildi þjóðarinnar?

Fundurinn stendur til fimm í dag. Áður en honum lýkur munu bændur bjóða gestum upp á íslenska kjötsúpu til þess að skerpa á skilningsvitunum.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×