Fleiri fréttir

Misræmi á orkuþörf leiðrétt

Vegna umsagnar Landsnets til Skipulagsstofnunar um afstöðu fyrirtækisins til sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Suðvesturlína og orkuvera á Reykjanesi skal áréttað að Suðvesturlínur munu geta annað aflþörf stækkaðs álvers í Helguvík, ef til kemur, sem og öðrum framtíðaráformum um uppbyggingu iðnaðar og orkuöflun á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Jökulstífla að bresta á Eyjabökkum

Hlaup er talið yfirvofandi í Jökulsá í Fljótsdal en áin rennur undan Eyjabakkajökli við Snæfell í norðaustanverðum Vatnajökli. Á heimasíðu Landsvirkjunar í dag kemur fram að í krika vestan við skriðjökullinn hafi myndast lón vegna jökulstíflu, sem er við það að bresta.

Óttast að biðin eftir betri vegi taki áratug

Ráðamenn á Vestfjörðum óttast að það muni taka áratug að fá almennilegan veg um sunnanverða firðina til Patreksfjarðar og segja það ekki sanngjarnt að tveir til þrír aðilar geti stöðvað framkvæmdir sem þjóni fjöldanum.

Buffætur böðlast á konu

Tveim af varðmönnum Turnsins í Lundúnum, Tower of London, hefur verið vikið úr starfi fyrir að áreita einu konuna sem tilheyrir varðsveitinni.

Vilja að Reykjavík verði Græna borg Evrópu

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að Reykjavíkurborg sæki um tilnefningu sem Græna borgin í Evrópu árið 2012 eða 2013. Evrópusambandið útnefnir árlega Grænu borgina í Evrópu til þess að vekja athygli á mikilvægi umhverfismála í borgum.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn fyrir meiriháttar skattsvik en þrír voru upprunalega ákærðir í málinu. Héraðsdómur dæmdi annan mannanna í 15 mánaða fangelsi og til að greiða 93 milljónir króna í sekt. Hinn maðurinn var dæmdur í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi en honum er gert að að greiða 34 milljónir króna í sekt.

Uppgjöf meirihlutans á Álftanesi

Tillaga meirihlutans á Álftanesi um að kalla til Eftirlitsnefnd sveitarfélaga er tillaga um uppgjöf, að mati bæjarfulltrúa minnihlutans.

Stofnun embættis héraðssaksóknara frestað

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér frestun á stofnun embættis héraðssaksóknara til ársins 2011. Til stóð að stofna embættið á þessu ári en nú á að fresta því vegna sparnaðar.

Hamas fá langdrægari eldflaugar

Yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins segir að Hamas samtökin á Gaza svæðinu hafi fengið íranskar eldflaugar sem séu miklu langdrægari en þær eldflaugar sem þau hafa ráðið yfir hingaðtil.

Vildi vita um afstöðu Kristjáns

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, út í afstöðu hans til frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave. Sigmundur vitnaði til orða Lilja Mósesdóttur, þingmanns VG, sem sagði um helgina að óvissa um afstöðu sjálfstæðismanna til frumvarpsins í sumar hafi truflað suma þingmenn VG. Sjálfur sagðist Kristján ætla að standa í lappirnar.

Sigmundur hrósaði Lilju

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hrósaði stjórnarþingmanninum Lilju Mósesdóttur á þingfundi í dag og sagði hana þingmann af þeirri gerð sem almenningur hafi kallað eftir. Hún hafi talað af skynsemi og rökfestu í Icesave málinu.

Frægar mannætur í Chicago

Tvö frægustu mannætuljón heims eru nú til sýnis í náttúrufræðisafninu í Chicago. Kannski rétt að taka fram að þau eru uppstoppuð.

Með agúrku í ræðustól Alþingis

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók með sér agúrku í ræðustól Alþingis í dag í umræðum um raforkuverð til garðyrkjubænda. „Til að mynda eitt af því sem liggur fyrir hjá garðyrkjunni núna er að hætta að rækta íslenskar agúrkur, þær bestu í heiminum. Það munar 300 tonnum af agúrkum. Allt þinghúsið myndi rúma um 300 tonn af agúrkum. Þetta er spurning um að horfast í augu við möguleikana,“ sagði Árni þegar agúrkunni upp.

Tvíburaturnarnir koma til hafnar í New York

Nýjasta herskip bandaríska flotans, USS New York kom til heimahafnar í New York í gær. Stefni skipsins er byggt úr stáli sem tekið var úr rústum tvíburaturnanna eftir hryðjuverkaárásina árið 2001.

Úps

Konuna hans Davors Ivanovics langaði til að gefa honum skemmtilega afmælisgjöf. Davor var í viðskiptaferð í Zagreb í Króatíu á afmælisdaginn.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfarandi á Reykjanesbraut við Smáralind fyrir stundu. Hinn slasaði var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. Lögreglan vill koma því áleiðis að Reykjanesbraut er lokuð í suðurátt á móts við Smáralind.

Garðyrkjubændur að gefast upp

Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp.

Búist við hlaupi í Jökulsá í Fljótsdal

Landsvirkjun varar við því að hlaup sé líklegt í Jökulsá í Fljótsdal á næstunni. Hlaupið er þó talið verða lítið og mannvirki ekki sögð í hættu.

Evrópulán Orkuveitunnar ekki tengt Icesave

Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafnar því að það sé Icesave-samningunum að þakka að Orkuveitan fái nú, eftir ársbið, afgreitt þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingabankanum.

Konur fjórðungur viðmælenda í Silfrinu og í Vikulokunum

Í úttekt Kvenréttindafélags Íslands á því af hvaða kyni viðmælendur tveggja vinsælla umræðuþátta hjá Ríkissjónvarpinu- og útvarpinu hafa verið undanfarna tvo mánuði kemur í ljós að um það bil fjórðungur viðmælenda voru konur.

Vegurinn fái heitið Þröskuldar

Þeirri hugmynd er varpað fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að nýi vegurinn um Arrnkötludal verði kallaður Þröskuldar.

Undirbúningsnám fyrir háskóla á Austurlandi

Þekkingarnet Austurlands og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa gert með sér samning um svokallaða Háskólabrú Austurlands. Er það aðfararnám að háskólanámi fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fer nú í fyrsta sinn fram á Austurlandi.

Svínaflensan: Tæplega 1400 greindust í síðustu viku

Tæplega 1400 manns greindust með svínaflensu á landinu í vikunni sem leið. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að flensan sé enn á talsverðu flugi og ljóst að hún sé ekki að líða hjá á næstunni.

Tómas Ingi Olrich lét af sendiherraembætti

Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, lét af embætti sendiherra í Frakklandi um helgina. Við starfi hans tók Þórir Ibsen. Þá tók Guðmundur Eiríksson við embætti sendiherra í Nýju Delhi um helgina af Finnbogi Rúti Arnarsyni.

Ræða forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu

Eftir hádegi fram umræða utan dagskrár á Alþingi um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er málshefjandi en Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, verður til andsvara. Umræðan hefst klukkan tvo og sendur í hálfa klukkustund.

Putin hótar annarri gaslokun

Í janúar síðastliðnum lokuðu Rússar í tvær vikur fyrir gasflutning til Evrópu um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu.

Um 10 manns voru ákærðir vegna mótmæla

Um 10 manns voru ákærðir eftir handtökurnar í kringum mótmælin í miðborg Reykjavíkur í upphafi árs, segir Jón HB Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fórnarlömbum mansals tryggður aðgangur að heilbrigðisþjónustu

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, breytti fyrir helgi reglugerð um rétt þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi með það fyrir augum að tryggja ótvíræðan rétt þolenda mansals óháð greiðslugetu viðkomandi og samningum við önnur ríki um greiðslur fyrir veitta þjónustu, að fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Vilja friðlýsa Skjálfandafljót

Þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um friðlýsingu Skjálfandafljóts og alls vatnasviðs þess ofan Mjóadalsár. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Þuríður Backman, þingmaður VG.

Vegurinn um Óshlíð nýttur sem hjólaleið

Óshlíðarvegur verður væntanlega nýttur sem útivistar- og jafnvel hjólaleið þegar hann verður lagður af sem stofnvegur þegar jarðgöng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals verða tilbúin árið 2011. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta.

Snjórinn að hverfa á Kilimanjaro

Snjórinn á Kilimanjaro gæti horfið á næstu tveim áratugum að mati vísindamanna sem hafa nýlokið við rannsókn á þessu hæsta fjalli Afríku.

Kostnaður við ESB-þýðingar hleypur á tugum milljóna

Kostnaður ríkissjóðs vegna þýðingar á efni sem tengist mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á hæfi Íslands til að sækja um aðild að ESB hleypur á tugum milljóna króna. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða 12 mánaða vinnu fyrir sex þýðendur. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Greiddi 1,6 milljarð í atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun greiddi í gær rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar til um 13.100 einstaklinga. Á vef Vinnumálastofnunar kemur hins vegar fram að heildargreiðslur í september voru rétt rúmlega 1.8 milljarður króna og var þá greitt til 15.324 einstaklinga.

Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið

Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Jörð skelfur á Grikklandi

Jarðskjálfti reið í morgun yfir vesturhluta Grikklands. Að sögn yfirvalda var skjálftinn 5,7 á Richter-kvarðanum en engar fregnir hafa borist af tjóni eða slysum af völdum hans. Upptök skjálftans voru neðansjávar, um 330 kílómetra frá höfuðborginni Aþenu og nærri eyjunni Zakynthos. Jarðskjálftar eru algengir á svæðinu og því eru byggingar á eyjunni og á nærliggjandi eyjum hönnuð til þess að standast skjálfta af þessari stærðargráðu.

Myndskeiði af Madeleine dreift á netinu

Lögreglan í Bretlandi hefur gefið út myndband sem sýnir hvernig líklegt er að Madeleine McCann, litla telpan sem hvarf í portúgal fyrir þremur árum síðan lítur út í dag. Aðstandendur rannsóknarinnar vonast til þess að myndbandið, sem fólk er hvatt til að dreifa á internetinu, muni meðal annars ýta við samvisku þeirra sem kunna að vita eitthvað um afdrif Maddíar, sem hvarf úr rúmi sínu í portúgalska strandbænum Praia da Luz í maí 2007.

AGS skýrslan birt í dag

Skýrsla sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda verður birt í dag klukkan tvö að íslenskum tíma.

Brutu rúðu í Alþingishúsinu

Lögregla handtók í nótt ungt fólk á Austurvelli sem brotið hafði rúðu í Alþingishúsinu. Fólkið bar því við að það væri að mótmæla Icesave-samningunum að sögn lögreglu. Fólkinu var sleppt að lokinni skýrlutöku en þau mega búast við ákæru fyrir rúðubrotið.

Sjá næstu 50 fréttir