Erlent

Frægar mannætur í Chicago

Óli Tynes skrifar
Ljónin fengu nöfnin Draugurinn og Myrkrið.
Ljónin fengu nöfnin Draugurinn og Myrkrið.

Tvö frægustu mannætuljón heims eru nú til sýnis í náttúrufræðisafninu í Chicago. Kannski rétt að taka fram að þau eru uppstoppuð.

Þessi ljón drápu og átu tugi indverskra verkamanna  á níu mánaða tímabili árið 1898 þegar verið var að byggja járnbrautarbrú yfir Tsavo fljótiið í Kenya.

Ekki er alveg á hreinu hversu marga menn ljónin drápu. Nefndar hafa verið tölur frá sjötíu og tveimur og upp í hundrað þrjátíu og fimm.

Þessi saga var kveikjan að kvikmyndinni The Ghost and the Darkness með þeim Michael Douglas og Val Kilmer í aðalhlutverkum.

Kilmer lék breska ofurstann John Henry Patterson sem á endanum skaut bæði ljónin með einhverra daga millibili í desember árið 1898.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×