Innlent

Vegurinn um Óshlíð nýttur sem hjólaleið

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Óshlíðarvegur. Göngin munu stytta vegalendina milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um tæpa tvo kílómetra.
Óshlíðarvegur. Göngin munu stytta vegalendina milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um tæpa tvo kílómetra. Mynd/GVA
Óshlíðarvegur verður væntanlega nýttur sem útivistar- og jafnvel hjólaleið þegar hann verður lagður af sem stofnvegur þegar jarðgöng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals verða tilbúin árið 2011. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta.

Þar er vitnað í drög að aðskipulagi Bolungarvíkur fyrir árin 2008 til 2020.

„Leiðin liggur um stórbrotið landslag með útsýni um Djúpið og langt út á haf. Miklir möguleikar er því á að skapa spennandi og sérstæða útivistarleið. Talið er mjög kostnaðarsamt að halda leiðinni við sem bílvegi en mun einfaldara ef um gönguleið eða jafnvel hjólaleið er að ræða“, segir í drögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×