Innlent

Víkur sæti í máli gegn fyrrum fjármálaráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Sigríður Ingvarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, víkur sæti í máli Guðmundar Kristjánssonar gegn Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra og íslenska ríkinu.

Guðmundur sótti um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Sérstök matsnefnd mat Guðmund hæfari en Þorstein Davíðsson, en Þorsteinn var engu að síður skipaður í embættið. Guðmundur ákvað því að stefna íslenska ríkinu og Árna Mathiesen sem var settur dómsmálaráðherra við skipunina.

Stefndu í málinu kröfðust þess að dómari viki sæti vegna ummæla sem hún viðhafði í útvarpsþætti á Rás 2 og var fallist á það í úrskurði sem kveðinn var upp í morgun.

Skipan Þorsteins Davíðssonar vakti töluverða athygli á sínum tíma en hann er sonur Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×