Innlent

Undirbúningsnám fyrir háskóla á Austurlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Egilsstaðir.
Egilsstaðir.
Þekkingarnet Austurlands og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa gert með sér samning um svokallaða Háskólabrú Austurlands. Er það aðfararnám að háskólanámi fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fer nú í fyrsta sinn fram á Austurlandi.

Í frétt Austurgluggans segir að þegar námi lýkur uppfylli nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis og teljist námið sambærilegt stúdentsprófi. Markmiðið með náminu sé að nemendur verði vel undirbúnir fyrir krefjandi háskólanám, innan lands sem utan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×