Með agúrku í ræðustól Alþingis Magnús Már Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2009 14:00 Árni Johnsen. Mynd/GVA Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók með sér agúrku í ræðustól Alþingis í dag í umræðum um raforkuverð til garðyrkjubænda. „Til að mynda eitt af því sem liggur fyrir hjá garðyrkjunni núna er að hætta að rækta íslenskar agúrkur, þær bestu í heiminum. Það munar 300 tonnum af agúrkum. Allt þinghúsið myndi rúma um 300 tonn af agúrkum. Þetta er spurning um að horfast í augu við möguleikana," sagði Árni um leið og hann dró upp agúrku til að leggja áherslu á orð sín. Umræðan hófst á því Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi orðum sínum til Atla Gíslasonar, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Hann gagnrýndi sinnuleysi ríkisstjórnarinnar. „Á síðustu vikum hefur komið sífellt betur og betur í ljós að ekkert gerist hjá ríkisstjórninni til að koma garðyrkjunni til aðstoðar þrátt fyrir stöðugar yfirlýsingar um að málið sé í nefnd," sagði Sigurður. Atli sagði að garðyrkjan væri hin græna stóriðja Íslands. „Það er búið að sá fyrir breytingum en uppskeran verður vonandi fljótlega. Þetta eru seinsprottnir ávextir en þeir koma." Atli fullyrti að staðan væri erfið út af orkuframkvæmdum til álvera. Orkufyrirtækin væru skuldsett og ættu ekki fyrir nýframkvæmdum. „Samt einblína ótrúlega margir þingmenn á að reisa eina eða tvær stóriðjur í viðbót og klára rafmagnið okkar." Þá sagðist Atli vilja sjá að gerðir yrðu „Helguvíkursamningar" við garðyrkjuna þar sem veittur hafi verið 20 milljarðir í afslátt. Árni gaf lítið yfirlýsingar Atla. „Háttvirtur þingmaður Atli Gíslason getur ekki sagt að aðgerðirnar komi bráðum. Það er að koma vetur. Maður setur ekki niður kartöflur í frosti." Tengdar fréttir Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt. 3. nóvember 2009 08:51 Garðyrkjubændur að gefast upp Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp. 3. nóvember 2009 12:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók með sér agúrku í ræðustól Alþingis í dag í umræðum um raforkuverð til garðyrkjubænda. „Til að mynda eitt af því sem liggur fyrir hjá garðyrkjunni núna er að hætta að rækta íslenskar agúrkur, þær bestu í heiminum. Það munar 300 tonnum af agúrkum. Allt þinghúsið myndi rúma um 300 tonn af agúrkum. Þetta er spurning um að horfast í augu við möguleikana," sagði Árni um leið og hann dró upp agúrku til að leggja áherslu á orð sín. Umræðan hófst á því Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi orðum sínum til Atla Gíslasonar, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Hann gagnrýndi sinnuleysi ríkisstjórnarinnar. „Á síðustu vikum hefur komið sífellt betur og betur í ljós að ekkert gerist hjá ríkisstjórninni til að koma garðyrkjunni til aðstoðar þrátt fyrir stöðugar yfirlýsingar um að málið sé í nefnd," sagði Sigurður. Atli sagði að garðyrkjan væri hin græna stóriðja Íslands. „Það er búið að sá fyrir breytingum en uppskeran verður vonandi fljótlega. Þetta eru seinsprottnir ávextir en þeir koma." Atli fullyrti að staðan væri erfið út af orkuframkvæmdum til álvera. Orkufyrirtækin væru skuldsett og ættu ekki fyrir nýframkvæmdum. „Samt einblína ótrúlega margir þingmenn á að reisa eina eða tvær stóriðjur í viðbót og klára rafmagnið okkar." Þá sagðist Atli vilja sjá að gerðir yrðu „Helguvíkursamningar" við garðyrkjuna þar sem veittur hafi verið 20 milljarðir í afslátt. Árni gaf lítið yfirlýsingar Atla. „Háttvirtur þingmaður Atli Gíslason getur ekki sagt að aðgerðirnar komi bráðum. Það er að koma vetur. Maður setur ekki niður kartöflur í frosti."
Tengdar fréttir Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt. 3. nóvember 2009 08:51 Garðyrkjubændur að gefast upp Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp. 3. nóvember 2009 12:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt. 3. nóvember 2009 08:51
Garðyrkjubændur að gefast upp Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp. 3. nóvember 2009 12:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent