Innlent

Svínaflensan: Tæplega 1400 greindust í síðustu viku

Tæplega 1400 manns greindust með svínaflensu á landinu í vikunni sem leið. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að flensan sé enn á talsverðu flugi og ljóst að hún sé ekki að líða hjá á næstunni.

Haraldur segist gera ráð fyrir að flensan haldi áfram að hrjá landsmenn af svipuðum krafi út nóvember og fram í desember. Því eru þeir sem teljast til áhættuhópa enn hvattir til þess að láta bólusetja sig. Þrjátíu og fimm manns liggja nú inni á Landspítalanum vegna svínaflensunnar og þar af eru níu á gjörgæslu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×