Innlent

Jökulstífla að bresta á Eyjabökkum

Hlaup er talið yfirvofandi í Jökulsá í Fljótsdal en áin rennur undan Eyjabakkajökli við Snæfell í norðaustanverðum Vatnajökli. Á heimasíðu Landsvirkjunar í dag kemur fram að í krika vestan við skriðjökullinn hafi myndast lón vegna jökulstíflu, sem er við það að bresta.

Landsvirkjun telur að hlaupið verði lítið og segir ný stíflumannvirki á Eyjabökkum ekki í hættu, en þau beina Jökulsá inn í jarðgöng Kárahnjúkavirkjunar. Hlaupvatnið mun væntanlega fara yfir Ufsarstíflu en Landsvirkjun segir að yfirfall hennar eigi auðveldlega að geta tekið við vatninu.

Þaðan fer það í farveg Jökulsár, niður í Fljótsdal, síðan í Lagarfljót, framhjá Egilsstöðum og loks til sjávar í Héraðsflóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×