Innlent

Fórnarlömbum mansals tryggður aðgangur að heilbrigðisþjónustu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra. Mynd/Stefán Karlsson
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, breytti fyrir helgi reglugerð um rétt þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi með það fyrir augum að tryggja ótvíræðan rétt þolenda mansals óháð greiðslugetu viðkomandi og samningum við önnur ríki um greiðslur fyrir veitta þjónustu.

„Með reglugerðarbreytingu hefur heilbrigðisráðherra tryggt þolendum mansals ótvíræðan rétt til heilbrigðisþjónustu á Íslandi," segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Eftir breytinguna eiga einstaklingar sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi og sem milliríkjasamningar um sjúkratryggingar taka ekki til rétt á neyðaraðstoð, það er heilbrigðisþjónustu sem hinu opinbera er skylt að veita samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×