Fleiri fréttir Vill samstöðu um kröfu á sanngjarnri málsmeðferð „Þetta var ágætur fundur. Hann var mjög málefnalegur og þetta voru ágætis skoðanaskipti sem áttu sér stað á þessum fundi," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir fund í Stjórnarráðinu í dag. Hann, ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar, funduðu með leiðtogum ríkisstjórnarinnar í dag. 2.10.2009 10:34 Hannes Hafstein fékk á sig brotsjó Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Suðurnesjum, fékk á sig brotsjó á öðrum tímanum í nótt. Skipið var á leið á landsæfingu SL á sjó sem halda á fyrir utan Grundarfjörð á morgun. 2.10.2009 10:03 Jöfnu kynjahlutfalli fagnað Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fagnar því að nú er að nýju jafnt hlutfall kynjanna í ríkisstjórn Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni er bent á að það hafi tekið íslenska lýðveldið 65 ár að ná því sjálfsagða jafnrétti að hafa ríkisstjórn skipaða jafn mörgum konum og körlum og nú hefur það gerst tvisvar sinnum á sama árinu. 2.10.2009 09:47 Barnaspítali Hringsins fékk nýjar tölvur Grunnskólinn á Barnaspítala Hringsins hefur fest kaup á fimm Dell fartölvum og tveimur borðtölvum fyrir styrk frá kvenfélaginu Hringnum. 2.10.2009 09:43 Hvalveiðum mótmælt í London Fjölmörg nátturuverndarsamtök hafa boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan íslenska sendiráðið í London í dag. Á meðal samtaka sem þátt taka í mótmælunum má nefna Fund for Animal Welfare, Campaign Whale og Whale and Dolphin Conservation Society. 2.10.2009 09:27 Írar kjósa aftur um Lissabon sáttmálann Írar ganga í annað sinn að kjörborðinu í dag til þess að kjósa um Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Írar höfnuðu sáttmálanum í kosningum í júní í fyrra og nú á að láta reyna á málið að nýju. 2.10.2009 08:39 Áfrýjunarkröfu Suu Kyi hafnað Dómstóll í Búrma hefur hafnað áfrýjunarkröfu stjórnarandstöðuleiðtogans Aung San Suu Kyi en hún hugðist áfrýja dómi um 18 mánaða framlengingu á stofufangelsinu sem hún hefur setið í. 2.10.2009 08:08 Chicago - Ríó - Madríd eða Tókýó? Það kemur í ljós síðdegis í dag í hvaða borg Ólympíuleikarnir árið 2016 verða haldnir. Fjórar borgir eru um hituna, Chicago í Bandaríkjunum, Rio de Janeiro í Brasilíu, Madríd höfuðborg Spánar og Tókýó höfuðborg Japan. Alþjóða Ólympíunefndin mun tilkynna um sigurvegarann við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn um klukkan fimm að íslenskum tíma. 2.10.2009 07:54 Skjálfti á Tonga Jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter kvarðanum skók Kyrrahafseyjuna Tonga í morgun og olli mikilli skelfingu á meðal eyjarskeggja enda hafa jarðskjálftar valrið gríðarlegu tjóni síðustu daga. Þessi skjálfti er þó sagður hafa gengið yfir án mikils tjóns og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna hans. Á þriðjudaginn var reið skjálfti sem mældist 8 á Richter yfir Samoa Eyjar og Tonga og er óttast um líf hundruða. 2.10.2009 07:52 Myrti konu og setti hana í ferðatösku Hálffertugur Breti hefur verið ákærður fyrir að myrða 37 ára gamla hjúkrunarkonu frá Filippseyjum, koma líki hennar fyrir í ferðatösku og fela töskuna svo í útjaðri Rochester í Kent fyrir rúmri viku. 2.10.2009 07:40 Nestlé lætur undan þrýstingi AfriForum Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta viðskiptum við Gushungo-mjólkurbúið í Zimbabwe sem er rekið af Grace Mugabe, eiginkonu Roberts Mugabe forseta. 2.10.2009 07:36 Bílvelta í Hveradölum - ófærð á Hellisheiði Bílvelta varð í Hveradölum í gærkvöldi en þar voru aðstæður slæmar vegna veðurs. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist hann ekki en bíllinn mun vera nokkuð skemmdur. Að sögn lögreglu var Hellisheiðin að mestu ófær fyrir fólksbíla í nótt og í morgun en á svæðinu er éljagangur og mikil hálka. 2.10.2009 07:30 Bretar gætu fengið jólapóstinn seint og illa Verulegar tafir gætu orðið á jólapóstinum á Englandi vegna yfirvofandi verkfalls póststarfsmanna í öllu landinu. Ástandið er þegar orðið ískyggilegt eftir verkföll hjá póstinum í einstökum borgum og bæjum og eru skil á pósti víða orðin allt að hálfum mánuði á eftir vegna þessa. 2.10.2009 07:17 Óttast að finna lík þúsunda í viðbót á Súmötru Björgunarmenn á indónesísku eyjunni Súmötru segjast óttast að þeir eigi eftir að finna lík nokkurra þúsunda í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftunum tveimur aðfaranótt gærdagsins og í fyrradag. 2.10.2009 07:08 Stútur í árekstri í Mosfellsbæ Árekstur varð í Mosfellsbæ í gærkvöldi þegar tveir bílar skullu saman. Lögregla kom á vettvang og þá kom í ljós að ökumaður annarar birfreiðarinnar reyndist vera ölvaður. Hann var handtekinn og gisti fangageymslur í nótt. Ökumaður og farþegi í hinum bílnum voru fluttir á slysadeild til skoðunnar en að sögn lögreglu er ekki um alvarleg meiðsl að ræða. 2.10.2009 07:05 Bílþjófar í Hafnarfirði Klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi urðu lögreglumenn í Hafnarfirði varir við stolna bifreið sem ekið var um götur bæjarins. Lögregla fór á eftir bílnum og skömmu síðar snarstoppaði bíllinn og ökumaður og farþegi þustu út og hurfu út í myrkrið. 2.10.2009 07:00 Óttast að ný orkugjöld fæli erlenda fjárfesta í burtu „Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. 2.10.2009 06:30 Samskipti við FME voru góð Breska fjármálaeftirlitið segir að samskipti sín við íslenska fjármálaeftirlitið hafi verið afar góð í aðdraganda efnahagshrunsins. Þetta kemur fram á viðskiptasíðunni Complinet, en hún hafði birt ummæli Gunnars Andersen, forstjóra FME, um að betri samskipti eftirlitsstofnana hefðu getað komið í veg fyrir ýmis vandamál í kringum Kaupthing Singer & Friedlander. 2.10.2009 06:15 273 milljóna viðbót til RÚV Ríkisútvarpið fær 273 milljónir í auknar tekjur á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, alls 3,2 milljarða króna. 2.10.2009 06:00 Framlög til FME skorin niður Fjárframlög til Fjármálaeftirlitsins verða skorin niður um 8,5 prósent á næsta ári. Eftirlitið fær 1.021,5 milljónir króna úr að spila, 94,5 milljónum minna en í ár, verði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum. 2.10.2009 06:00 Lögregla leitar í sjö löndum Alþjóðleg lögreglurannsókn leiddi á miðvikudag til handtöku 22 einstaklinga sem grunaðir eru um tengsl við alþjóðlegan hring þýskumælandi barnaníðinga. Alls eru 136 til viðbótar grunaðir um að tengjast hópnum, þar af 121 í Þýskalandi. 2.10.2009 06:00 Þremur sendiráðum lokað Sendiráð Íslands í Róm og Pretoríu í Suður-Afríku verða lögð niður um áramót og einnig Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtals kostaði rekstur þessara stofnana ríkissjóð um 162 milljónir króna á síðasta ári. Framlög til annarra sendiráða verða hins vegar hækkuð um 6 til 7 prósent vegna gengisáhrifa en stór hluti útgjalda við rekstur þeirra er í erlendri mynt. 2.10.2009 06:00 Leiðbeiningar ekki fyrirmæli Bandalag háskólamanna telur að það skorti á að forstöðumenn ríkisstofnana kanni aðrar sparnaðarleiðir en launaskerðingu. Það gerir athugasemdir við túlkun ýmissa ríkisstofnana á leiðbeiningum fjármálaráðuneytisins vegna aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. 2.10.2009 06:00 Hægara sagt en gert að loka fyrir persónuníð á netinu Sú leið sem Persónuvernd leggur til að farin verði til að loka fyrir aðgang að vefsíðum sem birta persónuníð mun litlu breyta. Ráðherra telur samt til þess vinnandi að senda slíkar síður niður í undirdjúpin. 2.10.2009 06:00 Segja óréttið enn þá óbætt Heyrnarlausir og aðstandendur þeirra hittast fyrir framan Stjórnarráðið í dag klukkan 11. Ætlunin er að afhenda forsætisráðherra áskorun þess efnis að fylgja fast eftir þeim niðurstöðum sem fram komu í skýrslu vistheimilisnefndar. Félag heyrnarlausra stendur fyrir viðburðinum. 2.10.2009 05:45 Stálu tugum verðmætra hnakka og komu í verð Karlmaður og þrjár konur hafa verið ákærð fyrir að brjótast inn í allmörg hesthús á höfuðborgarsvæðinu. Þar stálu þau tugum hnakka og tókst að selja nokkurn hluta þýfisins. 2.10.2009 05:45 Lögregluníðingur kominn aftur Karlmaður sem gekk í skrokk á tveimur lögreglumönnum og slasaði þá í janúar á síðasta ári rauf endurkomubann þegar hann kom til landsins fyrr í vikunni. Hann var handtekinn við komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var ákærður fyrir héraðsdómi í gær. 2.10.2009 05:45 Stálu góssi fyrir milljónir króna Fyrsta þjófagengið hefur verið ákært fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það hefur stundað skipulögð innbrot og gripdeildir. Um er að ræða fjögurra manna hóp. Mennirnir eru allir rúmlega tvítugir að aldri. 2.10.2009 05:15 Unglingar stálu frá einhverfum öryrkja Sex ungir menn hafa verið ákærðir fyrir margvísleg brot, ýmist saman eða hver í sínu lagi. Meðal annars notfærði einn þeirra sér andlegan misþroska einstakling, sem er einhverfur og 75 prósent öryrki, með því að nota debetkort og pin-númer hans og taka út fjörutíu þúsund krónur. Peningunum deildi hann með sumum félaga sinna. 2.10.2009 05:15 Georgíumenn áttu upptökin Upphaf stríðs Rússlands og Georgíu á síðasta ári má rekja til árásar Georgíuhers á Suður-Ossetíu, lýðveldi innan Georgíu sem lengi hafði barist fyrir aðskilnaði frá Georgíu og sameiningu við Rússland. 2.10.2009 05:00 Sprengdu óvart vitlaust hús Eitthvað virðist vanta upp á nákvæmnina hjá sérsveit sænska hersins, sem sprengdi fyrir mistök vitlaust hús þegar þeir voru við æfingar í bænum Röjdåfors í Suður-Svíþjóð. 2.10.2009 05:00 Þúsundir fastar í rústum húsa Björgunarfólk á Indónesíu leggur nótt við dag til að reyna að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu þegar tveir harðir jarðskjálftar urðu þar á miðvikudag. 2.10.2009 05:00 Með hangikjöt innan klæða Maður á fimmtugsaldri var handtekinn með hangikjötslæri innan klæða um miðjan dag í fyrradag. Lærinu hafði hann stolið úr matvöruverslun í Reykjavík. Hann hafði stungið því inn á sig og gekk síðan út úr versluninni án þess að greiða fyrir það. Þá var för hans stöðvuð. 2.10.2009 05:00 Fóstureyðingum fjölgar Samtals voru framkvæmdar 955 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi á síðasta ári. Eru þær nokkru fleiri heldur en undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. 2.10.2009 05:00 Bætur til foreldra skertar 29,6 milljarðar verða greiddir frá ríkinu til Atvinnuleysistryggingasjóðs á næsta ári, samkvæmt áætlun fjárlagafrumvarpsins. Það er aukning um 12 milljarða frá þessu ári eða 67,6 prósent. Framlögin miðast við 10,6 prósenta atvinnuleysi á næsta ári, sem þýðir að 17.400 manns verði að jafnaði án atvinnu. Framlög til Vinnumálastofnunar verða einnig aukin um 24,9 prósent, úr um 230 í um 285 milljónir. 2.10.2009 05:00 Upp um tvo milljarða Ríkissjóður mun auka útgjöld til landbúnaðar- og sjávarútvegsmála um 7 prósent á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í gær. Greiðslur samkvæmt samningum við bændur og samtök þeirra og til ýmissa sjóða og verkefna sem ríkið styrkir í landbúnaði hækka úr 11,7 milljörðum í ár í 13,7 milljarða á næsta ári. 2.10.2009 05:00 Vanhanen stóð af sér storminn Ríkisstjórn Finnlands stóð af sér atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á þjóðþingi landsins í gær. 2.10.2009 04:45 Hanna tískufatnað, leikföng og duftker Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði í gær alls tíu milljónum króna til átta íslenskra hönnuða sem meðal annars hönnuðu ilmvatn, föt og barnaleikföng. 2.10.2009 04:45 Skrautvagnar á byltingarhátíð Kínverskir hermenn gengu í skrautfylkingum yfir Torg hins himneska friðar í Peking milli þess sem skriðdrekum og öðrum vígvélum var ekið um torgið. Kínverskir ráðamenn fylgdust grannt með hersýningunni, sem er sú stærsta sem Kínverjar hafa efnt til. 2.10.2009 04:30 Niðurgreiðslu dýrari lyfja hætt Lyfjanotkun sjúklinga sem þjást af of háum blóðþrýstingi verður beint í ódýrari lyf, samkvæmt breytingu heilbrigðisráðuneytis á reglugerð sem tekur gildi nú um mánaðamótin. 2.10.2009 04:30 Framlög til vegamála verða skorin niður um 40 prósent Framlög til vegamála verða skorin niður um 13 milljarða eða 40,1 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Til þeirra á að verja 19,3 milljörðum króna á næsta ári í stað 32,3 milljarða í ár. 2.10.2009 04:30 Vill fagfólk í utanþingsstjórn Borgarahreyfingin leggur til að mynduð verði utanþingsstjórn skipuð valinkunnu fagfólki og fræðimönnum. Í tilkynningunni frá hreyfingunni segir að slík stjórn gæti orðið sameiningartákn sem þjóðin þurfi á að halda. Enn fremur segir í tilkynningunni að ekki verði unað við það að AGS segi kjörnum fulltrúum fyrir verkum og setji hagsmuni Hollendinga og Breta í fyrirrúm. Borgarahreyfingin styður þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar að segja af sér ráðherraembætti og „taka ekki þátt í ríkisstjórn blekkinga og þvingana“. - bs 2.10.2009 04:30 Telja úrskurðinn ólögmætan „Menn geta farið að verða atvinnulausir í boði umhverfisráðherra,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir allar tafir á stóriðjuframkvæmdum lengja og dýpka kreppuna. 2.10.2009 04:30 Býður langlokur fyrir ógreidd fasteignagjöld Eigandi skyndibitastaðarins Super Sub segir gatnagerð hafa skaðað reksturinn og bauð Kópavogsbæ matarmiða upp í skuld vegna fasteignagjalda. Bæjarráð telur að ekki myndi sjá fyrir endann á slíkum vöruskiptum og hafnaði tilboðinu. 2.10.2009 04:30 Drap 83 þúsund rottur Stjórnvöld í Bangladess verðlaunuðu í vikunni bónda fyrir að veiða samtals 83.450 rottur á níu mánaða tímabili. Bóndinn skilaði inn hölum af öllum rottunum og fékk litasjónvarp að launum fyrir dugnaðinn. 2.10.2009 04:15 Sjá næstu 50 fréttir
Vill samstöðu um kröfu á sanngjarnri málsmeðferð „Þetta var ágætur fundur. Hann var mjög málefnalegur og þetta voru ágætis skoðanaskipti sem áttu sér stað á þessum fundi," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir fund í Stjórnarráðinu í dag. Hann, ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar, funduðu með leiðtogum ríkisstjórnarinnar í dag. 2.10.2009 10:34
Hannes Hafstein fékk á sig brotsjó Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Suðurnesjum, fékk á sig brotsjó á öðrum tímanum í nótt. Skipið var á leið á landsæfingu SL á sjó sem halda á fyrir utan Grundarfjörð á morgun. 2.10.2009 10:03
Jöfnu kynjahlutfalli fagnað Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fagnar því að nú er að nýju jafnt hlutfall kynjanna í ríkisstjórn Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni er bent á að það hafi tekið íslenska lýðveldið 65 ár að ná því sjálfsagða jafnrétti að hafa ríkisstjórn skipaða jafn mörgum konum og körlum og nú hefur það gerst tvisvar sinnum á sama árinu. 2.10.2009 09:47
Barnaspítali Hringsins fékk nýjar tölvur Grunnskólinn á Barnaspítala Hringsins hefur fest kaup á fimm Dell fartölvum og tveimur borðtölvum fyrir styrk frá kvenfélaginu Hringnum. 2.10.2009 09:43
Hvalveiðum mótmælt í London Fjölmörg nátturuverndarsamtök hafa boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan íslenska sendiráðið í London í dag. Á meðal samtaka sem þátt taka í mótmælunum má nefna Fund for Animal Welfare, Campaign Whale og Whale and Dolphin Conservation Society. 2.10.2009 09:27
Írar kjósa aftur um Lissabon sáttmálann Írar ganga í annað sinn að kjörborðinu í dag til þess að kjósa um Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Írar höfnuðu sáttmálanum í kosningum í júní í fyrra og nú á að láta reyna á málið að nýju. 2.10.2009 08:39
Áfrýjunarkröfu Suu Kyi hafnað Dómstóll í Búrma hefur hafnað áfrýjunarkröfu stjórnarandstöðuleiðtogans Aung San Suu Kyi en hún hugðist áfrýja dómi um 18 mánaða framlengingu á stofufangelsinu sem hún hefur setið í. 2.10.2009 08:08
Chicago - Ríó - Madríd eða Tókýó? Það kemur í ljós síðdegis í dag í hvaða borg Ólympíuleikarnir árið 2016 verða haldnir. Fjórar borgir eru um hituna, Chicago í Bandaríkjunum, Rio de Janeiro í Brasilíu, Madríd höfuðborg Spánar og Tókýó höfuðborg Japan. Alþjóða Ólympíunefndin mun tilkynna um sigurvegarann við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn um klukkan fimm að íslenskum tíma. 2.10.2009 07:54
Skjálfti á Tonga Jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter kvarðanum skók Kyrrahafseyjuna Tonga í morgun og olli mikilli skelfingu á meðal eyjarskeggja enda hafa jarðskjálftar valrið gríðarlegu tjóni síðustu daga. Þessi skjálfti er þó sagður hafa gengið yfir án mikils tjóns og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna hans. Á þriðjudaginn var reið skjálfti sem mældist 8 á Richter yfir Samoa Eyjar og Tonga og er óttast um líf hundruða. 2.10.2009 07:52
Myrti konu og setti hana í ferðatösku Hálffertugur Breti hefur verið ákærður fyrir að myrða 37 ára gamla hjúkrunarkonu frá Filippseyjum, koma líki hennar fyrir í ferðatösku og fela töskuna svo í útjaðri Rochester í Kent fyrir rúmri viku. 2.10.2009 07:40
Nestlé lætur undan þrýstingi AfriForum Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta viðskiptum við Gushungo-mjólkurbúið í Zimbabwe sem er rekið af Grace Mugabe, eiginkonu Roberts Mugabe forseta. 2.10.2009 07:36
Bílvelta í Hveradölum - ófærð á Hellisheiði Bílvelta varð í Hveradölum í gærkvöldi en þar voru aðstæður slæmar vegna veðurs. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist hann ekki en bíllinn mun vera nokkuð skemmdur. Að sögn lögreglu var Hellisheiðin að mestu ófær fyrir fólksbíla í nótt og í morgun en á svæðinu er éljagangur og mikil hálka. 2.10.2009 07:30
Bretar gætu fengið jólapóstinn seint og illa Verulegar tafir gætu orðið á jólapóstinum á Englandi vegna yfirvofandi verkfalls póststarfsmanna í öllu landinu. Ástandið er þegar orðið ískyggilegt eftir verkföll hjá póstinum í einstökum borgum og bæjum og eru skil á pósti víða orðin allt að hálfum mánuði á eftir vegna þessa. 2.10.2009 07:17
Óttast að finna lík þúsunda í viðbót á Súmötru Björgunarmenn á indónesísku eyjunni Súmötru segjast óttast að þeir eigi eftir að finna lík nokkurra þúsunda í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftunum tveimur aðfaranótt gærdagsins og í fyrradag. 2.10.2009 07:08
Stútur í árekstri í Mosfellsbæ Árekstur varð í Mosfellsbæ í gærkvöldi þegar tveir bílar skullu saman. Lögregla kom á vettvang og þá kom í ljós að ökumaður annarar birfreiðarinnar reyndist vera ölvaður. Hann var handtekinn og gisti fangageymslur í nótt. Ökumaður og farþegi í hinum bílnum voru fluttir á slysadeild til skoðunnar en að sögn lögreglu er ekki um alvarleg meiðsl að ræða. 2.10.2009 07:05
Bílþjófar í Hafnarfirði Klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi urðu lögreglumenn í Hafnarfirði varir við stolna bifreið sem ekið var um götur bæjarins. Lögregla fór á eftir bílnum og skömmu síðar snarstoppaði bíllinn og ökumaður og farþegi þustu út og hurfu út í myrkrið. 2.10.2009 07:00
Óttast að ný orkugjöld fæli erlenda fjárfesta í burtu „Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. 2.10.2009 06:30
Samskipti við FME voru góð Breska fjármálaeftirlitið segir að samskipti sín við íslenska fjármálaeftirlitið hafi verið afar góð í aðdraganda efnahagshrunsins. Þetta kemur fram á viðskiptasíðunni Complinet, en hún hafði birt ummæli Gunnars Andersen, forstjóra FME, um að betri samskipti eftirlitsstofnana hefðu getað komið í veg fyrir ýmis vandamál í kringum Kaupthing Singer & Friedlander. 2.10.2009 06:15
273 milljóna viðbót til RÚV Ríkisútvarpið fær 273 milljónir í auknar tekjur á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, alls 3,2 milljarða króna. 2.10.2009 06:00
Framlög til FME skorin niður Fjárframlög til Fjármálaeftirlitsins verða skorin niður um 8,5 prósent á næsta ári. Eftirlitið fær 1.021,5 milljónir króna úr að spila, 94,5 milljónum minna en í ár, verði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum. 2.10.2009 06:00
Lögregla leitar í sjö löndum Alþjóðleg lögreglurannsókn leiddi á miðvikudag til handtöku 22 einstaklinga sem grunaðir eru um tengsl við alþjóðlegan hring þýskumælandi barnaníðinga. Alls eru 136 til viðbótar grunaðir um að tengjast hópnum, þar af 121 í Þýskalandi. 2.10.2009 06:00
Þremur sendiráðum lokað Sendiráð Íslands í Róm og Pretoríu í Suður-Afríku verða lögð niður um áramót og einnig Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtals kostaði rekstur þessara stofnana ríkissjóð um 162 milljónir króna á síðasta ári. Framlög til annarra sendiráða verða hins vegar hækkuð um 6 til 7 prósent vegna gengisáhrifa en stór hluti útgjalda við rekstur þeirra er í erlendri mynt. 2.10.2009 06:00
Leiðbeiningar ekki fyrirmæli Bandalag háskólamanna telur að það skorti á að forstöðumenn ríkisstofnana kanni aðrar sparnaðarleiðir en launaskerðingu. Það gerir athugasemdir við túlkun ýmissa ríkisstofnana á leiðbeiningum fjármálaráðuneytisins vegna aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. 2.10.2009 06:00
Hægara sagt en gert að loka fyrir persónuníð á netinu Sú leið sem Persónuvernd leggur til að farin verði til að loka fyrir aðgang að vefsíðum sem birta persónuníð mun litlu breyta. Ráðherra telur samt til þess vinnandi að senda slíkar síður niður í undirdjúpin. 2.10.2009 06:00
Segja óréttið enn þá óbætt Heyrnarlausir og aðstandendur þeirra hittast fyrir framan Stjórnarráðið í dag klukkan 11. Ætlunin er að afhenda forsætisráðherra áskorun þess efnis að fylgja fast eftir þeim niðurstöðum sem fram komu í skýrslu vistheimilisnefndar. Félag heyrnarlausra stendur fyrir viðburðinum. 2.10.2009 05:45
Stálu tugum verðmætra hnakka og komu í verð Karlmaður og þrjár konur hafa verið ákærð fyrir að brjótast inn í allmörg hesthús á höfuðborgarsvæðinu. Þar stálu þau tugum hnakka og tókst að selja nokkurn hluta þýfisins. 2.10.2009 05:45
Lögregluníðingur kominn aftur Karlmaður sem gekk í skrokk á tveimur lögreglumönnum og slasaði þá í janúar á síðasta ári rauf endurkomubann þegar hann kom til landsins fyrr í vikunni. Hann var handtekinn við komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var ákærður fyrir héraðsdómi í gær. 2.10.2009 05:45
Stálu góssi fyrir milljónir króna Fyrsta þjófagengið hefur verið ákært fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það hefur stundað skipulögð innbrot og gripdeildir. Um er að ræða fjögurra manna hóp. Mennirnir eru allir rúmlega tvítugir að aldri. 2.10.2009 05:15
Unglingar stálu frá einhverfum öryrkja Sex ungir menn hafa verið ákærðir fyrir margvísleg brot, ýmist saman eða hver í sínu lagi. Meðal annars notfærði einn þeirra sér andlegan misþroska einstakling, sem er einhverfur og 75 prósent öryrki, með því að nota debetkort og pin-númer hans og taka út fjörutíu þúsund krónur. Peningunum deildi hann með sumum félaga sinna. 2.10.2009 05:15
Georgíumenn áttu upptökin Upphaf stríðs Rússlands og Georgíu á síðasta ári má rekja til árásar Georgíuhers á Suður-Ossetíu, lýðveldi innan Georgíu sem lengi hafði barist fyrir aðskilnaði frá Georgíu og sameiningu við Rússland. 2.10.2009 05:00
Sprengdu óvart vitlaust hús Eitthvað virðist vanta upp á nákvæmnina hjá sérsveit sænska hersins, sem sprengdi fyrir mistök vitlaust hús þegar þeir voru við æfingar í bænum Röjdåfors í Suður-Svíþjóð. 2.10.2009 05:00
Þúsundir fastar í rústum húsa Björgunarfólk á Indónesíu leggur nótt við dag til að reyna að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu þegar tveir harðir jarðskjálftar urðu þar á miðvikudag. 2.10.2009 05:00
Með hangikjöt innan klæða Maður á fimmtugsaldri var handtekinn með hangikjötslæri innan klæða um miðjan dag í fyrradag. Lærinu hafði hann stolið úr matvöruverslun í Reykjavík. Hann hafði stungið því inn á sig og gekk síðan út úr versluninni án þess að greiða fyrir það. Þá var för hans stöðvuð. 2.10.2009 05:00
Fóstureyðingum fjölgar Samtals voru framkvæmdar 955 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi á síðasta ári. Eru þær nokkru fleiri heldur en undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. 2.10.2009 05:00
Bætur til foreldra skertar 29,6 milljarðar verða greiddir frá ríkinu til Atvinnuleysistryggingasjóðs á næsta ári, samkvæmt áætlun fjárlagafrumvarpsins. Það er aukning um 12 milljarða frá þessu ári eða 67,6 prósent. Framlögin miðast við 10,6 prósenta atvinnuleysi á næsta ári, sem þýðir að 17.400 manns verði að jafnaði án atvinnu. Framlög til Vinnumálastofnunar verða einnig aukin um 24,9 prósent, úr um 230 í um 285 milljónir. 2.10.2009 05:00
Upp um tvo milljarða Ríkissjóður mun auka útgjöld til landbúnaðar- og sjávarútvegsmála um 7 prósent á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í gær. Greiðslur samkvæmt samningum við bændur og samtök þeirra og til ýmissa sjóða og verkefna sem ríkið styrkir í landbúnaði hækka úr 11,7 milljörðum í ár í 13,7 milljarða á næsta ári. 2.10.2009 05:00
Vanhanen stóð af sér storminn Ríkisstjórn Finnlands stóð af sér atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á þjóðþingi landsins í gær. 2.10.2009 04:45
Hanna tískufatnað, leikföng og duftker Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði í gær alls tíu milljónum króna til átta íslenskra hönnuða sem meðal annars hönnuðu ilmvatn, föt og barnaleikföng. 2.10.2009 04:45
Skrautvagnar á byltingarhátíð Kínverskir hermenn gengu í skrautfylkingum yfir Torg hins himneska friðar í Peking milli þess sem skriðdrekum og öðrum vígvélum var ekið um torgið. Kínverskir ráðamenn fylgdust grannt með hersýningunni, sem er sú stærsta sem Kínverjar hafa efnt til. 2.10.2009 04:30
Niðurgreiðslu dýrari lyfja hætt Lyfjanotkun sjúklinga sem þjást af of háum blóðþrýstingi verður beint í ódýrari lyf, samkvæmt breytingu heilbrigðisráðuneytis á reglugerð sem tekur gildi nú um mánaðamótin. 2.10.2009 04:30
Framlög til vegamála verða skorin niður um 40 prósent Framlög til vegamála verða skorin niður um 13 milljarða eða 40,1 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Til þeirra á að verja 19,3 milljörðum króna á næsta ári í stað 32,3 milljarða í ár. 2.10.2009 04:30
Vill fagfólk í utanþingsstjórn Borgarahreyfingin leggur til að mynduð verði utanþingsstjórn skipuð valinkunnu fagfólki og fræðimönnum. Í tilkynningunni frá hreyfingunni segir að slík stjórn gæti orðið sameiningartákn sem þjóðin þurfi á að halda. Enn fremur segir í tilkynningunni að ekki verði unað við það að AGS segi kjörnum fulltrúum fyrir verkum og setji hagsmuni Hollendinga og Breta í fyrirrúm. Borgarahreyfingin styður þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar að segja af sér ráðherraembætti og „taka ekki þátt í ríkisstjórn blekkinga og þvingana“. - bs 2.10.2009 04:30
Telja úrskurðinn ólögmætan „Menn geta farið að verða atvinnulausir í boði umhverfisráðherra,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir allar tafir á stóriðjuframkvæmdum lengja og dýpka kreppuna. 2.10.2009 04:30
Býður langlokur fyrir ógreidd fasteignagjöld Eigandi skyndibitastaðarins Super Sub segir gatnagerð hafa skaðað reksturinn og bauð Kópavogsbæ matarmiða upp í skuld vegna fasteignagjalda. Bæjarráð telur að ekki myndi sjá fyrir endann á slíkum vöruskiptum og hafnaði tilboðinu. 2.10.2009 04:30
Drap 83 þúsund rottur Stjórnvöld í Bangladess verðlaunuðu í vikunni bónda fyrir að veiða samtals 83.450 rottur á níu mánaða tímabili. Bóndinn skilaði inn hölum af öllum rottunum og fékk litasjónvarp að launum fyrir dugnaðinn. 2.10.2009 04:15