Innlent

Stálu góssi fyrir milljónir króna

Mennirnir stálu bæði tækjum og skartgripum, eins og sjá má á myndinni.
Mennirnir stálu bæði tækjum og skartgripum, eins og sjá má á myndinni.

 Fyrsta þjófagengið hefur verið ákært fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það hefur stundað skipulögð innbrot og gripdeildir. Um er að ræða fjögurra manna hóp. Mennirnir eru allir rúmlega tvítugir að aldri.

Fjórmenningunum er gefið að sök að hafa í þrígang brotist inn í íbúðarhúsnæði. Þar létu þeir greipar sópa og stálu munum sem hlaupa á hundruðum þúsunda að verðmæti.

Einnig brutust þeir inn í verslun og stálu þar íþróttafatnaði fyrir tæpar tvær milljónir króna. Loks brutust þeir inn í söluturn og voru gómaðir með farm af sígarettum og vindlum.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×