Fleiri fréttir Fullyrðir að bankarnir takmarki úttektir vegna greiðsluverkfallsins „Við höfum fengið staðfestingu á því að þegar sé farið að takamarka úttektir af innistæðureikningum sem viðbrögð við greiðsluverkfallinu að hálfu bankana," segir Friðrik Friðriksson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. 1.10.2009 19:59 Þrír á slysadeild eftir umferðarslys við Smáralind Umferðaróhapp varð við á gatnamótum Dalvegs og Fífuhvammsvegar við verslunarmiðstöðina Smáralind á áttunda tímanum í kvöld. Tveir sjúkrabílar fóru á vettvang ásamt tækjabíl. Ekki fengust nánari upplýsingar um málið hjá lögreglu og slökkviliði að svo stöddu. 1.10.2009 19:47 Grunur beinist ekki að starfsmönnum KPMG og Price Waterhouse Coopers Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna. 1.10.2009 19:45 Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar. 1.10.2009 19:03 Barðstrendingar að springa Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum eru að springa af reiði eftir að framlög til vegabóta voru þurrkuð út og ferjusiglingar Baldurs yfir Breiðafjörð skornar niður. Ráðamenn þar spyrja hversvegna lífeyrissjóðir eigi bara að lána í vegagerð á suðvesturhorninu. 1.10.2009 18:55 Sigurður og Hreiðar kunna að þurfa að greiða skaðabætur úr eigin vasa Almennir lántakendur hjá Kaupþingi ætla að stefna Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðarsyni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, fyrir dóm til þess að fá viðurkennda persónulega skaðabótaskyldu þeirra. Áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði í dag að skilmálar myntkörfulána Kaupþings væru ólöglegir. 1.10.2009 18:51 Kreppan dýpkar umtalsvert frestist Helguvík Sérfræðingar fjármálaráðuneytis telja að ef Helguvíkurframkvæmdir frestast verði samdráttur í efnahagslífinu þrjú prósent á næsta ári en ekki 1,9 prósent. Samtök atvinnulífsins hóta því að leita til dómstóla afturkalli umhverfisráðherra ekki úrskurð sinn um Suðvesturlínu, sem þau telja ólögmætan og setja stöðugleikasáttmálann í uppnám. 1.10.2009 18:36 Niðurskurður og skattahækkanir einkunnarorð ársins 2010 Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári. 1.10.2009 18:30 Notast við stórvirkar vinnuvélar við björgunarstörf Vegna skorts á þjálfuðum mannskap nota björgunarsveitir á Súmötru stórvirkar vinnuvélar til þess að leita að fólki í rústum hundruða húsa sem hrundu í jarðskjálftanum í gær. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. 1.10.2009 18:30 Handteknir með heimatilbúnar sprengjur Lögregla handtók tvo karlmenn síðdegis á Austurvelli þegar Alþingi var sett. Mennirnir voru með flugelda og það sem lögregla telur vera heimatilbúnar sprengjur. Mönnunum, sem eru fæddir 1974 og 1985, hefur verið sleppt. 1.10.2009 17:57 Skipan þriggja saksóknara frestað vegna uppnáms í ríkisstjórn Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, hefur frestað því um nokkra daga að skipa þrjá nýja saksóknara til að rannsaka bankahrunið. Til stóð að þeir yrðu skipaðir eigi síðar en í dag. 1.10.2009 17:30 Gæsluvarðhald framlengt vegna amfetamínsmygls Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. 1.10.2009 16:54 Í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við stúlku gegn vilja hennar. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 15 mánaða fangelsi en hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu 600.000 krónur auk vaxta. 1.10.2009 16:43 Krafan um aukið lýðræði er hávær og réttmæt Jóhanna Sigurðardóttir sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag að hún hefði farið yfir sjónarmið sambandsins varðandi frumvarp til laga um persónukjör. Hún sagði margar af ábendingum sambandsins eiga rétt á sér og þær muni ríkisstjórnin skoða. Hún sagði kröfu almennings um aukið lýðræði og meiri áhrif kjósenda vera háværa og réttmæta. 1.10.2009 15:59 Fyrsti dómur vegna bankahrunsins fellur á miðvikudaginn Fyrsti dómur í málum gegn bönkunum eftir bankahrunið mun falla í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. október næstkomandi. Um er að ræða mál gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. 1.10.2009 15:55 Vill fund með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar vegna Icesave Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni vegna Icesave-málsins. Þar vill Bjarni fá kynningu á því hver áform ríkisstjórnarinnar eru varðandi lyktir Icesave-deilunnar gagnvart stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. 1.10.2009 15:21 Travolta berst við fjárkúgara John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston eru nú á Bahamaeyjum til að bera vitni í réttarhöldum gegn tveim mönnum sem eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr hjónunum eftir að Jett sonur þeirra lést þar í janúar síðastliðnum. 1.10.2009 15:16 Lögreglan handtók ölvaðan mann Karlmaður var handtekinn á Háaleitisbraut rétt fyrir hádegið í dag. Hann er grunaður um að hafa ekið stolinni bifreið ölvaður og ekið yfir gangstétt með þeim afleiðingum að dekk á bifreiðinni sprakk. Að sögn lögreglunnar gistir maðurinn fangageymslur lögreglunnar. Hann er í annarlegu ástandi og þvi ekki hægt að yfirheyra hann að svo komnu máli. 1.10.2009 15:16 Yfirlæknirinn í Fjarðabyggð ekki ákærður - forstjóri HSA undrandi Mál Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar hefur verið látið niður falla. Hannesi var vikið frá störfum tímabundið þann 12. febrúar og í gang fór rannsókn á vinnulagi Hannesar og meintum fjárdrætti. Það var Ríkisendurskoðun sem rak málið en Hannes fékk bréf þess efnis í morgun að málið hefði verið látið niður falla. Hannes segist þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og býst við að snúa aftur til starfa sem fyrst. Niðurstaðan kemur forstjóra HSA á óvart. 1.10.2009 14:59 Góð skilyrði fyrir sókn Íslendinga Góð skilyrði eru til þess að næsta haust verði sóknarskeiðið Íslendinga út úr kreppu hafið, sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands við þingsetningu í dag. „Slíkt sóknarskeið síðari hluti næsta hausts er raunhæfur möguleiki,“ sagði Ólafur. Hann benti á að það væri verkefni Alþingis og þjóðarinnar allrar að gera þennan möguleika að veruleika. 1.10.2009 14:34 Fjölskyldudagur fjölkvænisklúbbsins Ikhwan fjölkvænisklúbburinn í bænum Rawang í Malasíu hélt fjölskyldudag um síðustu helgi og var þar margt um manninn. 1.10.2009 14:12 Bandaríkjamenn telja hnúfubak ekki í útrýmingarhættu Bandaríska alríkisstjórnin er að íhuga að taka hnúfubak af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Associated Press fréttastofan segir að þetta sé vegna gagna sem sýni að stofnin hafi stöðúgt verið að stækka síðustu áratugina. 1.10.2009 13:55 Búið að girða Alþingishúsið af með reipi Tæplega hundrað mótmælendur eru nú staddir á Austurvelli en Alþingi verður sett eftir skamma stund. Þingmenn eru nú við messu í Dómkirkjunni að þingmönnum Hreyfingarinnar undanskildum. Búið er að girða þinghúsið og Dómkirkjuna af með tvöföldu reipi og gulum borða, svo nær ómögulegt er fyrir mótmælendur að komast að þingmönnum. 1.10.2009 13:35 Þingmenn Hreyfingarinnar skrifuðu Jóhönnu og Steingrími bréf Þingmenn Hreyfingarinnar, sem áður voru þingmenn Borgarahreyfingarinnar, hafa ritað forystumönnum ríkisstjórnarinnar bréf þar sem farið er fram á að ekki verði skrifað undir nokkra samninga né skjöl tengd Icesave-deilunni fyrir Íslands hönd fyrr en málið hafi hlotið þinglega meðferð og viðkomandi samningar kynntir fyrir þeim þingnefndum sem um málið hafa fjallað. 1.10.2009 13:25 Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1.10.2009 13:22 Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1.10.2009 12:55 Þrettán ára nemandi réðst á smíðakennara Þrettán ára nemandi í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi réðst á smíða-og stuðningskennara sinn sem er á sextugsaldri í fyrradag. Kennarinn leitaði til læknis vegna brjóst-og kviðverkja eftir árásina. 1.10.2009 12:45 Álfheiður tekur við á ríkisráðsfundi Ríkissráð var kallað til fundar að Bessastöðum nú fyrir hádegið. Ögmundur Jónasson fráfarandi heilbrigðisráðherra sat fyrri fund dagsins en síðan vék hann sæti fyrir Álfheiði Ingadóttur. Þá hófst annar fundur þar sem Álfheiður tók formlega sæti í ríkisstjórninni. 1.10.2009 12:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í smyglmáli Lögreglan hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fjórum karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa staðið að innfluttningi á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni. Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildar segir að úrskurðar dómara sé að vænta síðar í dag. Fimmti maðurinn hefur þegar verið úrskurðaður í áframhaldandi gæslu til 28. október. 1.10.2009 11:54 Bílar stórskemmdir í Sólheimum Að minnsta kosti tíu bílar voru rispaðir á bílaplani við Sólheima aðfaranótt gærdagsins. Þýski hakakrossinn og nafn Hitlers voru grafin í lakk bílanna. 1.10.2009 11:27 Álfheiður: Það fer enginn í fötin hans Ögmundar „Þetta eru ekki auðveldar aðstæður að taka við ráðuneyti sem þessu. Bæði vegna efnahagsástandsins og niðurskurðarins sem er geigvænlegur, en svo líka vegna þess að Ögmundur er að láta af embætti með þessum hætti, skyndilega og það fer auðvitað enginn í fötin hans Ögmundar. Það vita allir sem til þekkja," segir Álfheiður Ingadóttir, sem verður skipuð heilbrigðisráðherra í dag. Hún segir verkefnið erfitt en það verði að sinna því eins og öðru. 1.10.2009 10:33 Froskmenn sitja um Michelle Obama í Kaupmannahöfn Gríðarleg öryggisgæsla er um Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna sem nú er í heimsókn í Kaupmannahöfn. 1.10.2009 10:18 Guðfríður Lilja sagði nei takk Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG hafnaði boði Steingríms J. Sigfússonar um að taka við ráðherraembætti af Ögmundi Jónassyni sem sagði af sér í gær. Álfheiður Ingadóttir mun taka við embættinu. Eftir þingflokksfund VG sem stóð fram á nótt sagði Steingrímur J. Sigfússon að margir fleiri hafi komið til greina ekki síst Guðfríður Lilja, hefði hún viljað taka embættið að sér. 1.10.2009 10:15 Fyrirvarar á stuðningi við Steingrím Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að þrátt fyrir að Steingrímur J. Sigfússon hafi fengið fullt umboð þingflokksins til þess að halda samningaviðræðum varðandi Icesave áfram, setji hann og fleiri þingmenn flokksins áfram fyrirvara við málið. Atli segir að afstaða sín og nokkurra annarra þingmanna VG ráðist að endingu eftir því hver niðurstaða málsins verði. Þetta kom fram í þættinum Bylgjan í bítið í morgun. 1.10.2009 09:46 Um 5 starfsdagar á skólaári grunnskólanna Vinnudagar kennara án barna, svokallaðir starfsdagar, voru að meðaltali 12,9 á síðastliðnu skólaári, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. 1.10.2009 09:28 Dóms- og mannréttindaráðuneytið verður til í dag Heiti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins breytist í dag, 1. október 2009, í dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og aukin áhersla verður lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttinda. 1.10.2009 09:14 Seinasta skemmtiferðaskip sumarsins kemur í dag Í dag fimmtudag, kemur seinasta skemmtiferðaskip sumarsins til Reykjavíkur en það er Emerald Princess. Skipið er á leiðinni til USA og kemur hingað frá Belfast á Norður Írlandi. 1.10.2009 09:05 60 ár frá valdatöku kommúnista í Kína Kínverski kommúnistaflokkurinn fagnar því nú að 60 ár eru í dag liðin frá því þegar flokkurinn komst til valda og Alþýðulýðveldið Kína varð til. Það var 1. október 1949 sem Mao Zedong lýsti því yfir að Kína væri alþýðulýðveldi í takt við kommúnismann. 1.10.2009 08:22 Jakobína Björnsdóttir býður sig fram til formanns BSRB Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til formanns BSRB á ársþingi bandalagsins, sem haldið verður í Reykjavík dagana 21.-23. október næstkomandi. „Sem kunnugt er hefur Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra og núverandi formaður BSRB, tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður BSRB í 21 ár," segir í tilkynningu frá Jakobínu. 1.10.2009 08:05 Bannað að selja ömmu á eBay Tíu ára gamalli breskri stúlku hefur verið bannað að selja ömmu sína á uppboðsvefnum eBay. Málið er ekki flóknara en það að Zoe Pemberton, búsett í Clacton í Essex, skellti ömmu gömlu á uppboð á vefnum góðkunna. 1.10.2009 07:37 Mjólk frá Mugabe illa séð Suðurafrísku mannréttindasamtökin AfriForum hafa gefið svissneska matvælafyrirtækinu Nestlé eina viku til að gefa út yfirlýsingu um að það muni hætta að kaupa mjólk af Gushungo-mjólkurbúinu í Zimbabwe. 1.10.2009 07:18 Hópslagsmál í dómsal Hópslagsmál brutust út í dómsal 16 í bæjarrétti Kaupmannahafnar í gær þegar á þriðja tug ungmenna mættu þangað til að fylgjast með málflutningi. 1.10.2009 07:14 Biður Schwarzenegger að loka vændissíðu Harriet Harman, jafnréttismálaráðherra Bretlands, hefur farið fram á það við Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, að hann láti loka vefsíðu þar sem fólki, og þá væntanlega aðallega karlmönnum, gefst kostur á að gefa vændiskonum einkunn eftir frammistöðu, þar á meðal nokkrum sem starfa á götum Lundúna en vefsíðan er hýst af fyrirtæki í Kaliforníu. 1.10.2009 07:09 Óttast um þúsundir á Vestur-Súmötru Annar öflugur Jarðskjálfti skók vesturhluta Indónesíu í nótt. Óttast er að þúsund manns hafi látist í skjálftunum seinasta sólarhringinn. Seinni skjálftinn sem reið yfir Vestur Súmötru mældist 6,8 á Richter kvarðanum en sá fyrri mældist 7,6 stig. Báðir skjálftarnir áttu upptök sín í talsverðri nálægð við höfuðborg eyjarinnar, Padang en þar búa um 900 þúsund manns. 1.10.2009 06:58 Steingrímur fær Icesave umboð - Álfheiður ráðherra Á þingflokksfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem stóð fram eftir nóttu fékk Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins fullt umboð frá þingmönnum sínum til þess að ganga frá Icesave-málinu í samræmi við hugmyndir ríkisstjórnarinnar. 1.10.2009 06:50 Sjá næstu 50 fréttir
Fullyrðir að bankarnir takmarki úttektir vegna greiðsluverkfallsins „Við höfum fengið staðfestingu á því að þegar sé farið að takamarka úttektir af innistæðureikningum sem viðbrögð við greiðsluverkfallinu að hálfu bankana," segir Friðrik Friðriksson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. 1.10.2009 19:59
Þrír á slysadeild eftir umferðarslys við Smáralind Umferðaróhapp varð við á gatnamótum Dalvegs og Fífuhvammsvegar við verslunarmiðstöðina Smáralind á áttunda tímanum í kvöld. Tveir sjúkrabílar fóru á vettvang ásamt tækjabíl. Ekki fengust nánari upplýsingar um málið hjá lögreglu og slökkviliði að svo stöddu. 1.10.2009 19:47
Grunur beinist ekki að starfsmönnum KPMG og Price Waterhouse Coopers Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna. 1.10.2009 19:45
Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar. 1.10.2009 19:03
Barðstrendingar að springa Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum eru að springa af reiði eftir að framlög til vegabóta voru þurrkuð út og ferjusiglingar Baldurs yfir Breiðafjörð skornar niður. Ráðamenn þar spyrja hversvegna lífeyrissjóðir eigi bara að lána í vegagerð á suðvesturhorninu. 1.10.2009 18:55
Sigurður og Hreiðar kunna að þurfa að greiða skaðabætur úr eigin vasa Almennir lántakendur hjá Kaupþingi ætla að stefna Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðarsyni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, fyrir dóm til þess að fá viðurkennda persónulega skaðabótaskyldu þeirra. Áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði í dag að skilmálar myntkörfulána Kaupþings væru ólöglegir. 1.10.2009 18:51
Kreppan dýpkar umtalsvert frestist Helguvík Sérfræðingar fjármálaráðuneytis telja að ef Helguvíkurframkvæmdir frestast verði samdráttur í efnahagslífinu þrjú prósent á næsta ári en ekki 1,9 prósent. Samtök atvinnulífsins hóta því að leita til dómstóla afturkalli umhverfisráðherra ekki úrskurð sinn um Suðvesturlínu, sem þau telja ólögmætan og setja stöðugleikasáttmálann í uppnám. 1.10.2009 18:36
Niðurskurður og skattahækkanir einkunnarorð ársins 2010 Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári. 1.10.2009 18:30
Notast við stórvirkar vinnuvélar við björgunarstörf Vegna skorts á þjálfuðum mannskap nota björgunarsveitir á Súmötru stórvirkar vinnuvélar til þess að leita að fólki í rústum hundruða húsa sem hrundu í jarðskjálftanum í gær. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. 1.10.2009 18:30
Handteknir með heimatilbúnar sprengjur Lögregla handtók tvo karlmenn síðdegis á Austurvelli þegar Alþingi var sett. Mennirnir voru með flugelda og það sem lögregla telur vera heimatilbúnar sprengjur. Mönnunum, sem eru fæddir 1974 og 1985, hefur verið sleppt. 1.10.2009 17:57
Skipan þriggja saksóknara frestað vegna uppnáms í ríkisstjórn Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, hefur frestað því um nokkra daga að skipa þrjá nýja saksóknara til að rannsaka bankahrunið. Til stóð að þeir yrðu skipaðir eigi síðar en í dag. 1.10.2009 17:30
Gæsluvarðhald framlengt vegna amfetamínsmygls Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. 1.10.2009 16:54
Í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við stúlku gegn vilja hennar. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 15 mánaða fangelsi en hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu 600.000 krónur auk vaxta. 1.10.2009 16:43
Krafan um aukið lýðræði er hávær og réttmæt Jóhanna Sigurðardóttir sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag að hún hefði farið yfir sjónarmið sambandsins varðandi frumvarp til laga um persónukjör. Hún sagði margar af ábendingum sambandsins eiga rétt á sér og þær muni ríkisstjórnin skoða. Hún sagði kröfu almennings um aukið lýðræði og meiri áhrif kjósenda vera háværa og réttmæta. 1.10.2009 15:59
Fyrsti dómur vegna bankahrunsins fellur á miðvikudaginn Fyrsti dómur í málum gegn bönkunum eftir bankahrunið mun falla í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. október næstkomandi. Um er að ræða mál gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. 1.10.2009 15:55
Vill fund með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar vegna Icesave Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni vegna Icesave-málsins. Þar vill Bjarni fá kynningu á því hver áform ríkisstjórnarinnar eru varðandi lyktir Icesave-deilunnar gagnvart stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. 1.10.2009 15:21
Travolta berst við fjárkúgara John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston eru nú á Bahamaeyjum til að bera vitni í réttarhöldum gegn tveim mönnum sem eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr hjónunum eftir að Jett sonur þeirra lést þar í janúar síðastliðnum. 1.10.2009 15:16
Lögreglan handtók ölvaðan mann Karlmaður var handtekinn á Háaleitisbraut rétt fyrir hádegið í dag. Hann er grunaður um að hafa ekið stolinni bifreið ölvaður og ekið yfir gangstétt með þeim afleiðingum að dekk á bifreiðinni sprakk. Að sögn lögreglunnar gistir maðurinn fangageymslur lögreglunnar. Hann er í annarlegu ástandi og þvi ekki hægt að yfirheyra hann að svo komnu máli. 1.10.2009 15:16
Yfirlæknirinn í Fjarðabyggð ekki ákærður - forstjóri HSA undrandi Mál Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar hefur verið látið niður falla. Hannesi var vikið frá störfum tímabundið þann 12. febrúar og í gang fór rannsókn á vinnulagi Hannesar og meintum fjárdrætti. Það var Ríkisendurskoðun sem rak málið en Hannes fékk bréf þess efnis í morgun að málið hefði verið látið niður falla. Hannes segist þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og býst við að snúa aftur til starfa sem fyrst. Niðurstaðan kemur forstjóra HSA á óvart. 1.10.2009 14:59
Góð skilyrði fyrir sókn Íslendinga Góð skilyrði eru til þess að næsta haust verði sóknarskeiðið Íslendinga út úr kreppu hafið, sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands við þingsetningu í dag. „Slíkt sóknarskeið síðari hluti næsta hausts er raunhæfur möguleiki,“ sagði Ólafur. Hann benti á að það væri verkefni Alþingis og þjóðarinnar allrar að gera þennan möguleika að veruleika. 1.10.2009 14:34
Fjölskyldudagur fjölkvænisklúbbsins Ikhwan fjölkvænisklúbburinn í bænum Rawang í Malasíu hélt fjölskyldudag um síðustu helgi og var þar margt um manninn. 1.10.2009 14:12
Bandaríkjamenn telja hnúfubak ekki í útrýmingarhættu Bandaríska alríkisstjórnin er að íhuga að taka hnúfubak af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Associated Press fréttastofan segir að þetta sé vegna gagna sem sýni að stofnin hafi stöðúgt verið að stækka síðustu áratugina. 1.10.2009 13:55
Búið að girða Alþingishúsið af með reipi Tæplega hundrað mótmælendur eru nú staddir á Austurvelli en Alþingi verður sett eftir skamma stund. Þingmenn eru nú við messu í Dómkirkjunni að þingmönnum Hreyfingarinnar undanskildum. Búið er að girða þinghúsið og Dómkirkjuna af með tvöföldu reipi og gulum borða, svo nær ómögulegt er fyrir mótmælendur að komast að þingmönnum. 1.10.2009 13:35
Þingmenn Hreyfingarinnar skrifuðu Jóhönnu og Steingrími bréf Þingmenn Hreyfingarinnar, sem áður voru þingmenn Borgarahreyfingarinnar, hafa ritað forystumönnum ríkisstjórnarinnar bréf þar sem farið er fram á að ekki verði skrifað undir nokkra samninga né skjöl tengd Icesave-deilunni fyrir Íslands hönd fyrr en málið hafi hlotið þinglega meðferð og viðkomandi samningar kynntir fyrir þeim þingnefndum sem um málið hafa fjallað. 1.10.2009 13:25
Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1.10.2009 13:22
Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1.10.2009 12:55
Þrettán ára nemandi réðst á smíðakennara Þrettán ára nemandi í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi réðst á smíða-og stuðningskennara sinn sem er á sextugsaldri í fyrradag. Kennarinn leitaði til læknis vegna brjóst-og kviðverkja eftir árásina. 1.10.2009 12:45
Álfheiður tekur við á ríkisráðsfundi Ríkissráð var kallað til fundar að Bessastöðum nú fyrir hádegið. Ögmundur Jónasson fráfarandi heilbrigðisráðherra sat fyrri fund dagsins en síðan vék hann sæti fyrir Álfheiði Ingadóttur. Þá hófst annar fundur þar sem Álfheiður tók formlega sæti í ríkisstjórninni. 1.10.2009 12:00
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í smyglmáli Lögreglan hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fjórum karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa staðið að innfluttningi á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni. Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildar segir að úrskurðar dómara sé að vænta síðar í dag. Fimmti maðurinn hefur þegar verið úrskurðaður í áframhaldandi gæslu til 28. október. 1.10.2009 11:54
Bílar stórskemmdir í Sólheimum Að minnsta kosti tíu bílar voru rispaðir á bílaplani við Sólheima aðfaranótt gærdagsins. Þýski hakakrossinn og nafn Hitlers voru grafin í lakk bílanna. 1.10.2009 11:27
Álfheiður: Það fer enginn í fötin hans Ögmundar „Þetta eru ekki auðveldar aðstæður að taka við ráðuneyti sem þessu. Bæði vegna efnahagsástandsins og niðurskurðarins sem er geigvænlegur, en svo líka vegna þess að Ögmundur er að láta af embætti með þessum hætti, skyndilega og það fer auðvitað enginn í fötin hans Ögmundar. Það vita allir sem til þekkja," segir Álfheiður Ingadóttir, sem verður skipuð heilbrigðisráðherra í dag. Hún segir verkefnið erfitt en það verði að sinna því eins og öðru. 1.10.2009 10:33
Froskmenn sitja um Michelle Obama í Kaupmannahöfn Gríðarleg öryggisgæsla er um Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna sem nú er í heimsókn í Kaupmannahöfn. 1.10.2009 10:18
Guðfríður Lilja sagði nei takk Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG hafnaði boði Steingríms J. Sigfússonar um að taka við ráðherraembætti af Ögmundi Jónassyni sem sagði af sér í gær. Álfheiður Ingadóttir mun taka við embættinu. Eftir þingflokksfund VG sem stóð fram á nótt sagði Steingrímur J. Sigfússon að margir fleiri hafi komið til greina ekki síst Guðfríður Lilja, hefði hún viljað taka embættið að sér. 1.10.2009 10:15
Fyrirvarar á stuðningi við Steingrím Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að þrátt fyrir að Steingrímur J. Sigfússon hafi fengið fullt umboð þingflokksins til þess að halda samningaviðræðum varðandi Icesave áfram, setji hann og fleiri þingmenn flokksins áfram fyrirvara við málið. Atli segir að afstaða sín og nokkurra annarra þingmanna VG ráðist að endingu eftir því hver niðurstaða málsins verði. Þetta kom fram í þættinum Bylgjan í bítið í morgun. 1.10.2009 09:46
Um 5 starfsdagar á skólaári grunnskólanna Vinnudagar kennara án barna, svokallaðir starfsdagar, voru að meðaltali 12,9 á síðastliðnu skólaári, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. 1.10.2009 09:28
Dóms- og mannréttindaráðuneytið verður til í dag Heiti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins breytist í dag, 1. október 2009, í dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og aukin áhersla verður lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttinda. 1.10.2009 09:14
Seinasta skemmtiferðaskip sumarsins kemur í dag Í dag fimmtudag, kemur seinasta skemmtiferðaskip sumarsins til Reykjavíkur en það er Emerald Princess. Skipið er á leiðinni til USA og kemur hingað frá Belfast á Norður Írlandi. 1.10.2009 09:05
60 ár frá valdatöku kommúnista í Kína Kínverski kommúnistaflokkurinn fagnar því nú að 60 ár eru í dag liðin frá því þegar flokkurinn komst til valda og Alþýðulýðveldið Kína varð til. Það var 1. október 1949 sem Mao Zedong lýsti því yfir að Kína væri alþýðulýðveldi í takt við kommúnismann. 1.10.2009 08:22
Jakobína Björnsdóttir býður sig fram til formanns BSRB Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til formanns BSRB á ársþingi bandalagsins, sem haldið verður í Reykjavík dagana 21.-23. október næstkomandi. „Sem kunnugt er hefur Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra og núverandi formaður BSRB, tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður BSRB í 21 ár," segir í tilkynningu frá Jakobínu. 1.10.2009 08:05
Bannað að selja ömmu á eBay Tíu ára gamalli breskri stúlku hefur verið bannað að selja ömmu sína á uppboðsvefnum eBay. Málið er ekki flóknara en það að Zoe Pemberton, búsett í Clacton í Essex, skellti ömmu gömlu á uppboð á vefnum góðkunna. 1.10.2009 07:37
Mjólk frá Mugabe illa séð Suðurafrísku mannréttindasamtökin AfriForum hafa gefið svissneska matvælafyrirtækinu Nestlé eina viku til að gefa út yfirlýsingu um að það muni hætta að kaupa mjólk af Gushungo-mjólkurbúinu í Zimbabwe. 1.10.2009 07:18
Hópslagsmál í dómsal Hópslagsmál brutust út í dómsal 16 í bæjarrétti Kaupmannahafnar í gær þegar á þriðja tug ungmenna mættu þangað til að fylgjast með málflutningi. 1.10.2009 07:14
Biður Schwarzenegger að loka vændissíðu Harriet Harman, jafnréttismálaráðherra Bretlands, hefur farið fram á það við Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, að hann láti loka vefsíðu þar sem fólki, og þá væntanlega aðallega karlmönnum, gefst kostur á að gefa vændiskonum einkunn eftir frammistöðu, þar á meðal nokkrum sem starfa á götum Lundúna en vefsíðan er hýst af fyrirtæki í Kaliforníu. 1.10.2009 07:09
Óttast um þúsundir á Vestur-Súmötru Annar öflugur Jarðskjálfti skók vesturhluta Indónesíu í nótt. Óttast er að þúsund manns hafi látist í skjálftunum seinasta sólarhringinn. Seinni skjálftinn sem reið yfir Vestur Súmötru mældist 6,8 á Richter kvarðanum en sá fyrri mældist 7,6 stig. Báðir skjálftarnir áttu upptök sín í talsverðri nálægð við höfuðborg eyjarinnar, Padang en þar búa um 900 þúsund manns. 1.10.2009 06:58
Steingrímur fær Icesave umboð - Álfheiður ráðherra Á þingflokksfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem stóð fram eftir nóttu fékk Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins fullt umboð frá þingmönnum sínum til þess að ganga frá Icesave-málinu í samræmi við hugmyndir ríkisstjórnarinnar. 1.10.2009 06:50