Óttast að ný orkugjöld fæli erlenda fjárfesta í burtu 2. október 2009 06:30 Tómas Már. „Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira