Óttast að ný orkugjöld fæli erlenda fjárfesta í burtu 2. október 2009 06:30 Tómas Már. „Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
„Þessum gjöldum er beint gegn þeim fyrirtækjum í landinu sem eru á þeim buxum að byggja upp og skapa störf," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga orku-, umhverfis- og auðlindagjöld að skila ríkissjóði 16 milljarða tekjum á árinu 2010. Tómas Már tekur fram að enn sé útfærslan óljós og rétt sé að bíða hennar. „Ég efast þó um að þessi skatttekja muni laða að sér nýja fjárfestingu." Undir það tekur Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan á Íslandi, gjöldin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta. Hann segir fyrirtækið ekki standa undir margra milljarða skattheimtu í viðbót. Alcan hafi greitt 1,5 milljarða í tekjuskatt árið 2007, sem samsvari fjórðungi af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja það ár. „Það hefur ekki árað vel í álinu undanfarið og það eru takmörk fyrir því hvað menn þola." Náin útfærsla gjaldanna er boðuð í frumvörpum á haustþinginu. Í fjárlagafrumvarpinu er þó tekið dæmi um að einnar krónu gjald á hverja kílówattsstund, gæfi 16 milljarða króna. Ólafur Teitur segir að slíkt gjald þýddi 3 milljarða gjöld á ári fyrir fyrirtækið. „Mér finnst það út úr öllum kortum og mjög gróf aðgerð." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ekki koma til greina að setja skatta sem veiti atvinnugrein náðarhögg. Skattlagning þurfi að vera á almennum nótum og megi ekki koma sem rothögg. Hún segir aldrei koma til greina að skattleggja um 1 krónu á kílówattsstund. „Ég mun aldrei styðja óhóflegt gjald, en eins og staðan er núna tel ég að við þolum vel lag af nýjum sköttum." Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir fyrirtækið nýbúið að gera samninga við ríkið um skatta og orkuverð og ekki sé reynsla af öðru en að ríkið standi við sína samninga. Nýgerður samningur við ríkið um álver í Helguvík geri ráð fyrir að reksturinn þar muni skila 4 til 5 milljörðum í bein opinber gjöld árlega. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að menn séu að skjóta sig í fótinn með því að skattleggja útflutningsgreinarnar. Hann vonist til að þingmenn átti sig á því og hverfi frá þessum hugmyndum, enda bitni orkugjöld einnig á heimilum.- kóp
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira