Innlent

Með hangikjöt innan klæða

Maðurinn var handtekinn með lærið.
Maðurinn var handtekinn með lærið.

Maður á fimmtugsaldri var handtekinn með hangikjötslæri innan klæða um miðjan dag í fyrradag. Lærinu hafði hann stolið úr matvöruverslun í Reykjavík. Hann hafði stungið því inn á sig og gekk síðan út úr versluninni án þess að greiða fyrir það. Þá var för hans stöðvuð.

Síðdegis var kona á fertugsaldri handtekin fyrir þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Hún hafði troðfyllt innkaupakerru af ýmsum varningi og ekki greitt fyrir hann. Konunni tókst að komast með góssið út á bifreiðaplan þar sem hún var handtekin. -jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×