Innlent

Framlög til vegamála verða skorin niður um 40 prósent

Framlög til vegamála verða um 40 prósent lægri á næsta ári en undanfarin tvö ár.
Framlög til vegamála verða um 40 prósent lægri á næsta ári en undanfarin tvö ár.

Framlög til vegamála verða skorin niður um 13 milljarða eða 40,1 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Til þeirra á að verja 19,3 milljörðum króna á næsta ári í stað 32,3 milljarða í ár.

Það eru fyrst og fremst nýframkvæmdir sem dregnar verða fram, en samdráttur í þeim nemur um 11,7 milljörðum. Viðhald á vegum verður dregið saman um 500 milljónir.

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að þótt óhjákvæmilegt þyki að hægja á nýframkvæmdum sé til skoðunar að lífeyrissjóðirnir taki þátt í að fjármagna stórar verklegar framkvæmdir, „ef unnt er að fjármagna þær með notendagjöldum“. Einnig er á það bent að þrátt fyrir þennan mikla samdrátt verði framlög á árinu 2010 um 1 prósent af landsframleiðslu, sem er svipað hlutfall og að meðaltali á árunum 1998 til 2007. Unnið er að útfærslu þess hvaða framkvæmdir verður ráðist í á næstu árum.-pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×