Innlent

Niðurgreiðslu dýrari lyfja hætt

Lyfjanotkun sjúklinga sem þjást af of háum blóðþrýstingi verður beint í ódýrari lyf, samkvæmt breytingu heilbrigðisráðuneytis á reglugerð sem tekur gildi nú um mánaðamótin.

Samfara breytingunni verður hætt að greiða niður dýrari lyf nema með lyfjaskírteinum sem sækja má um á grundvelli læknisfræðilegs mats og ákvörðunar lyfjadeildar Sjúkratrygginga.

Þessi breyting er gerð til að sporna við of háum kostnaði vegna blóðþrýstingsmeðferðar. Dýrari lyf í þessum lyfjaflokkum hafa verið notuð meira hér en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×