Innlent

Vill fagfólk í utanþingsstjórn

Borgarahreyfingin leggur til að mynduð verði utanþingsstjórn skipuð valinkunnu fagfólki og fræðimönnum. Í tilkynningunni frá hreyfingunni segir að slík stjórn gæti orðið sameiningartákn sem þjóðin þurfi á að halda.

Enn fremur segir í tilkynningunni að ekki verði unað við það að AGS segi kjörnum fulltrúum fyrir verkum og setji hagsmuni Hollendinga og Breta í fyrirrúm. Borgarahreyfingin styður þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar að segja af sér ráðherraembætti og „taka ekki þátt í ríkisstjórn blekkinga og þvingana". - bs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×