Innlent

Framlög til FME skorin niður

Gunnar Andersen, forstjóri FME.
Gunnar Andersen, forstjóri FME.

Fjárframlög til Fjármálaeftirlitsins verða skorin niður um 8,5 prósent á næsta ári. Eftirlitið fær 1.021,5 milljónir króna úr að spila, 94,5 milljónum minna en í ár, verði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum.

Fjárframlög til Samkeppniseftirlitsins verða skorin hlutfallslega meira, um 12 prósent. Framlögin verða samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 285 milljónir, 30,8 milljónum króna lægri en í ár.

Ljóst er að mikið mun mæða á báðum stofnunum vegna fjölmargra mála sem upp hafa komið í kjölfar hrunsins.

Embætti sérstaks saksóknara mun fá alls 380 milljónir á næsta ári. Þar af eru 75 milljónir króna vegna ráðningar Evu Joly sem ráðgjafa embættisins, og 30 milljónir vegna þriggja saksóknara sem bætast væntanlega í hóp starfsmanna embættisins á næstu dögum.- bj / sjá síður 4, 18 og 20






Fleiri fréttir

Sjá meira


×