Innlent

Leiðbeiningar ekki fyrirmæli

Guðlaug Kristjánsdóttir. 
Yfirvinnugreiðslur hjá ríkisstofnunum hafa þegar verið skertar.
Guðlaug Kristjánsdóttir. Yfirvinnugreiðslur hjá ríkisstofnunum hafa þegar verið skertar.

Bandalag háskólamanna telur að það skorti á að forstöðumenn ríkisstofnana kanni aðrar sparnaðarleiðir en launaskerðingu. Það gerir athugasemdir við túlkun ýmissa ríkisstofnana á leiðbeiningum fjármálaráðuneytisins vegna aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum.

„Við erum að fá of margar meldingar um að forstöðumenn ríkisstofnana virðist líta á leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins um aðhaldsaðgerðir sem bein fyrirmæli," segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna.

„Við bendum á að það er dreifð stýring í launamálum ríkisins, þeim er ekki miðstýrt frá fjármálaráðuneytinu. Að auki eru ríkisstofnanir ólíkar og munur á hversu mikið svigrúm þær hafa til launaskerðinga. Þess vegna þyrfti að taka hverja stofnun fyrir sig, meta svigrúm hennar og hanna aðgerðir út frá því í samræmi við leiðbeiningarnar. Í staðinn virðast leiðbeiningarnar túlkaðar sem bein fyrirmæli. Stofnun sem telur að kjaraskerðing starfsmanna sé nauðsynleg verður að rökstyðja þá ályktun vandlega."

Þá bendir Guðlaug á að í leiðbeiningum fjármálaráðuneytisins sé kveðið á um að taka skuli tillit til fyrri kjaraskerðinga. „Yfirvinnugreiðslur hjá ríkisstofnunum hafa þegar verið skertar um 20 prósent."- bs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×