Innlent

273 milljóna viðbót til RÚV

Ríkisútvarpið fær 273 milljónir í auknar tekjur á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, alls 3,2 milljarða króna.

Aukningin skýrist af því að áætlað er að tekjur af útvarpsgjaldi skili 630 milljónum meira í ár en í fyrra. Hins vegar verður framlag til RÚV á fjárlögum lækkað um 357 milljónir frá fjárlögum síðasta árs. Í fjárlagafrumvarpinu segir að það sé gert til að mæta markmiðum ríkisstjórnarinnar um lækkun ríkisútgjalda. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×