Grunaðir mansalsmenn neita allir 21. október 2009 06:00 Þrír íslenskir karlmenn og tvær konur voru handtekin í gær vegna rannsóknar á meintu mansali frá Litháen. Fimm litháískir karlmenn sitja þegar í gæsluvarðhaldi. Málið upphófst á fimmtudag í síðustu viku þegar lögreglan lýsti eftir nítján ára litháískri stúlku sem talin er fórnarlamb mansals. Næstu dagana þar á eftir voru fimm Litháar handteknir og sitja þeir nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út síðdegis í dag. „Það hefur enginn játað þær sakir sem á þá eru bornar," segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn málsins. Alda segir að umfang rannsóknarinnar sé enn að vaxa. „Við erum að skoða allt sem kann að tengjast ætluðu mansali og allri annarri skipulagðri glæpastarfsemi og samskiptum og samkiptaformum við þessa menn sem við erum þegar með í gæsluvarðhaldi," segir hún. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins telur lögreglan sig komna á slóð skipulagðs mansalshrings. Íslendingarnir sem handteknir voru í gær eru á fertugs- og fimmtugsaldri og munu ekki vera þekktir afbrotamenn. Húsleit var gerð á heimilum þeirra allra á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að auki var leitað í fyrirtækjum og öðru húsnæði. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld. Lagt var hald á bókhaldsgögn, skjöl og aðra muni. Yfirheyrslur yfir Íslendingunum fimm stóðu fram á kvöld. Ákveða á í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim og framlengingar á varðhaldi Litháanna fimm. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þeir meðal annars grunaðir um afbrot tengd fíkniefnum, handrukkunum og annað ofbeldi. Við aðgerðirnar í gær naut lögreglan á Suðurnesjum aðstoðar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og í Stykkishólmi og Ríkislögreglustjóra. Stúlkan frá Litháen mun enn vera undir verndarvæng lögreglunnar hér á landi. - gar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þrír íslenskir karlmenn og tvær konur voru handtekin í gær vegna rannsóknar á meintu mansali frá Litháen. Fimm litháískir karlmenn sitja þegar í gæsluvarðhaldi. Málið upphófst á fimmtudag í síðustu viku þegar lögreglan lýsti eftir nítján ára litháískri stúlku sem talin er fórnarlamb mansals. Næstu dagana þar á eftir voru fimm Litháar handteknir og sitja þeir nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út síðdegis í dag. „Það hefur enginn játað þær sakir sem á þá eru bornar," segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn málsins. Alda segir að umfang rannsóknarinnar sé enn að vaxa. „Við erum að skoða allt sem kann að tengjast ætluðu mansali og allri annarri skipulagðri glæpastarfsemi og samskiptum og samkiptaformum við þessa menn sem við erum þegar með í gæsluvarðhaldi," segir hún. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins telur lögreglan sig komna á slóð skipulagðs mansalshrings. Íslendingarnir sem handteknir voru í gær eru á fertugs- og fimmtugsaldri og munu ekki vera þekktir afbrotamenn. Húsleit var gerð á heimilum þeirra allra á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að auki var leitað í fyrirtækjum og öðru húsnæði. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld. Lagt var hald á bókhaldsgögn, skjöl og aðra muni. Yfirheyrslur yfir Íslendingunum fimm stóðu fram á kvöld. Ákveða á í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim og framlengingar á varðhaldi Litháanna fimm. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þeir meðal annars grunaðir um afbrot tengd fíkniefnum, handrukkunum og annað ofbeldi. Við aðgerðirnar í gær naut lögreglan á Suðurnesjum aðstoðar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og í Stykkishólmi og Ríkislögreglustjóra. Stúlkan frá Litháen mun enn vera undir verndarvæng lögreglunnar hér á landi. - gar
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira