Innlent

Siðanefnd presta skilgreini brot séra Gunnars og beiti viðurlögum

Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) hefur sent frá sér ályktun vegna mála séra Gunnars Björnssonar. Þar er siðanefnd Prestafélags hvött til þess að taka tillit til 6. greinar siðareglna félagsins þar sem nefndinni er gert að skilgreina alvarleika brota og beita tilteknum viðurlögum sem annað hvrort eru áminning eða vísun máls til stjórnar Prestafélags Íslands þar sem tekin skuli ákvörðun um hvort viðkomandi verði vísað úr félaginu.

Æskulýðssambandið sendi erindi til siðanefndarinnar vegna mála séra Gunnars en hann var á sínum tíma ákærður kynferðisbrot gegn ungum stúlkum í söfnuði sínum á Selfossi. Erindið var sent í ljósi þeirrar kröfu sambandsins að Gunnar myndi ekki snúa til starfa á ný. Síðar úrskurðaði siðanefndin þess efnis að séra Gunnar hefði gertst brotlegur við siðareglur prestafélagsins.

Þessum úrskurði fagnar stjórn æskulýðssambandsins en harmar hinsvegar að að ekki skuli tekið tillit til sjöttu greinar siðareglna félagsins þar sem siðanefnd er gert að skilgreina alvarleika brotsins og beita tilteknum viðurlögum sem annað hvort eru áminning eða vísun málsins til stjórnar P.Í. þar sem tekin skal ákvörðun um hvort viðkomandi aðila verði vísað úr fagfélaginu.

„ÆSKÞ telur Siðanefnd ekki heimilt að ljúka máli á annan hátt en lög félagsins kveða á um eða starfa utan samþykkta félagsins. ÆSKÞ hefur þegar sent siðanefnd P.Í. svar þar sem farið er fram á að hún taki afstöðu til alvarleika brotsins og að siðanefnd ljúki máli sínu í samræmi við þá niðurstöðu sem hún hefur þegar fundið enda er henni það skylt skv. 5.gr siðareglna Prestafélagsins," segir í ályktuninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×