Stórtækir þjófar handteknir í Grímsnesi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2009 12:42 Lögreglan á Selfossi handtók þrjá Litháa í gær. Lögreglan á Selfossi handtók þrjá Litháa í Grímsnesi um hádegi í gær. Ástæða handtökunnar var grunur um aðild að þjófnaði úr ferðamannaversluninni á Geysi fyrir rúmri viku þegar stolið var vörum fyrir um 400 þúsund krónur. Lögregla fékk ábendingu um að mennirnir hefðu verið staddir á Geysissvæðinu í hádeginu í gær, líklega til að endurtaka leikinn frá því vikunni áður. Starfsfólk verslunarinnar hafði eftirlit með þeim inni í versluninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Mennirnir þrír yfirgáfu búðina án þess að eiga þar viðskipti eða hafa nokkuð með sér. Eftir handtöku voru mennirnir færðir í fangageymslu á Selfossi. Eftir það fóru lögreglumenn frá Selfossi til Reykjavíkur til að leita að fjórða manninum sem grunaður var um aðild að þjófnaðinum í ferðamannaversluninni. Hann fannst eftir að leitað hafði verið á tíu stöðum í höfuðborginni. Kona sem talin er eiga hlutdeild í þjófnaðinum var handtekin í Reykjavík í morgun og færð til yfirheyrslu á Selfossi. Fangelsi var fjarvistarsönnun Lögreglumenn á Selfossi hafa í morgun yfirheyrt fólkið. Þeir hafa játað og telst málið upplýst. Þrír karlanna ásamt konunni stóðu að þjófnaðinum. Fjórði karlmaðurinn átti engan þátt í brotinu og hafði góða og gilda fjarvistarsönnum þar sem hann dvaldi í fangelsi á þeim tíma sem þjófnaðurinn átti sér stað. Fólkið er jafnframt grunað um að hafa staðið að búðahnupli og þjófnuðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn á Selfossi mun strax í dag gefa út ákæru á hendur fjórmenningunum og tilkynna Útlendingastofu um málið sem mun taka ákvörðun um brottvísun fólksins af landinu. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Lögreglan á Selfossi handtók þrjá Litháa í Grímsnesi um hádegi í gær. Ástæða handtökunnar var grunur um aðild að þjófnaði úr ferðamannaversluninni á Geysi fyrir rúmri viku þegar stolið var vörum fyrir um 400 þúsund krónur. Lögregla fékk ábendingu um að mennirnir hefðu verið staddir á Geysissvæðinu í hádeginu í gær, líklega til að endurtaka leikinn frá því vikunni áður. Starfsfólk verslunarinnar hafði eftirlit með þeim inni í versluninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Mennirnir þrír yfirgáfu búðina án þess að eiga þar viðskipti eða hafa nokkuð með sér. Eftir handtöku voru mennirnir færðir í fangageymslu á Selfossi. Eftir það fóru lögreglumenn frá Selfossi til Reykjavíkur til að leita að fjórða manninum sem grunaður var um aðild að þjófnaðinum í ferðamannaversluninni. Hann fannst eftir að leitað hafði verið á tíu stöðum í höfuðborginni. Kona sem talin er eiga hlutdeild í þjófnaðinum var handtekin í Reykjavík í morgun og færð til yfirheyrslu á Selfossi. Fangelsi var fjarvistarsönnun Lögreglumenn á Selfossi hafa í morgun yfirheyrt fólkið. Þeir hafa játað og telst málið upplýst. Þrír karlanna ásamt konunni stóðu að þjófnaðinum. Fjórði karlmaðurinn átti engan þátt í brotinu og hafði góða og gilda fjarvistarsönnum þar sem hann dvaldi í fangelsi á þeim tíma sem þjófnaðurinn átti sér stað. Fólkið er jafnframt grunað um að hafa staðið að búðahnupli og þjófnuðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn á Selfossi mun strax í dag gefa út ákæru á hendur fjórmenningunum og tilkynna Útlendingastofu um málið sem mun taka ákvörðun um brottvísun fólksins af landinu.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira