Fimm nýjar kennsluvélar til Keilis 20. október 2009 19:01 Fyrstu erlendu flugnemarnir eru væntanlegir í næsta mánuði til náms í Flugakademíu Keilis á Keflavíkurflugvelli, sem kynnti í dag fimm nýjar kennsluvélar. Nærri eitthundrað Íslendingar stunda nú nám þar í hinum ýmsu greinum flugsins.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að koma flugvélanna fimm þýði tæknilega byltingu í flugkennslu hérlendis. Ólíkt öðrum kennsluvélum eru þær ekki amerískar og heita hvorki Cessna né Piper, þessar koma frá Austurríki, heita Diamond, og eru úr koltrefjum, eins og nýjustu þotur Airbus og Boeing.Gömlu hringlaga mælarnir eru horfnir úr stjórnborðinu en í staðinn komnir rafrænir tölvuskjáir. Hreyflarnir þykja einnig nýstárlegir fyrir litlar kennsluvélar og afar sparneytnir; dieselvélar sem ganga fyrir þotueldsneyti.Kári Kárason, skólastjóri Flugakademíunnar, segir að kennsluvélarnar, sem notaðar eru í dag, séu flestar hannaðar í kringum 1950 og hafi ekkert breyst til fjölda ára. Nýju vélarnar leiki í höndum flugnema. Það sé draumur að fljúga þeim, segir Kári.Nám í flugumferðarstjórn og flugfreyjunám eru einnig hafin og eftir áramót bætast við flugvirkjun og flugrekstrarfræði. Þá er fyrsti erlendi flugneminn væntanlegur í næsta mánuði frá Kína, en Hjálmar segir að vegna gengis krónunnar sé flugnám hérlendis mjög samkeppnisfært. Langtímamarkmið Keilis sé að fara í útrás, fá hingað útlendinga. Þeir fyrstu séu að koma í flugið og útlendingar séu einnig að koma í orkuskóla Keilis. Aðstaðan í 2.000 íbúðum á flugvallarsvæðinu bjóði upp á það að fá útlendinga, segir Hjálmar, svo fremi að Íslendingar hafi eitthvað að bjóða, sem þeir svo sannarlega hafi. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Fyrstu erlendu flugnemarnir eru væntanlegir í næsta mánuði til náms í Flugakademíu Keilis á Keflavíkurflugvelli, sem kynnti í dag fimm nýjar kennsluvélar. Nærri eitthundrað Íslendingar stunda nú nám þar í hinum ýmsu greinum flugsins.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að koma flugvélanna fimm þýði tæknilega byltingu í flugkennslu hérlendis. Ólíkt öðrum kennsluvélum eru þær ekki amerískar og heita hvorki Cessna né Piper, þessar koma frá Austurríki, heita Diamond, og eru úr koltrefjum, eins og nýjustu þotur Airbus og Boeing.Gömlu hringlaga mælarnir eru horfnir úr stjórnborðinu en í staðinn komnir rafrænir tölvuskjáir. Hreyflarnir þykja einnig nýstárlegir fyrir litlar kennsluvélar og afar sparneytnir; dieselvélar sem ganga fyrir þotueldsneyti.Kári Kárason, skólastjóri Flugakademíunnar, segir að kennsluvélarnar, sem notaðar eru í dag, séu flestar hannaðar í kringum 1950 og hafi ekkert breyst til fjölda ára. Nýju vélarnar leiki í höndum flugnema. Það sé draumur að fljúga þeim, segir Kári.Nám í flugumferðarstjórn og flugfreyjunám eru einnig hafin og eftir áramót bætast við flugvirkjun og flugrekstrarfræði. Þá er fyrsti erlendi flugneminn væntanlegur í næsta mánuði frá Kína, en Hjálmar segir að vegna gengis krónunnar sé flugnám hérlendis mjög samkeppnisfært. Langtímamarkmið Keilis sé að fara í útrás, fá hingað útlendinga. Þeir fyrstu séu að koma í flugið og útlendingar séu einnig að koma í orkuskóla Keilis. Aðstaðan í 2.000 íbúðum á flugvallarsvæðinu bjóði upp á það að fá útlendinga, segir Hjálmar, svo fremi að Íslendingar hafi eitthvað að bjóða, sem þeir svo sannarlega hafi.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira