Innlent

Hefja síldarleit í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sighvatur Bjarnason er eitt þeirra skipa sem fer í loðnuleit. Mynd/ Sigurður.
Sighvatur Bjarnason er eitt þeirra skipa sem fer í loðnuleit. Mynd/ Sigurður.
Hafrannsóknastofnunarinnar hefur síldarleit í dag í samstarfi við hagsmunaaðila, en áætlað er að leitin standi fram yfir næstu helgi. Fjögur veiðiskip taka þátt í leitinni, það eru Súlan EA, Sighvatur Bjarnason VE, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds frá Höfn í Hornafirði.

Í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að leitarsvæðið er mjög umfangsmikið eða allt frá Langanesi, suður og vestur um og norður fyrir Vestfirði. Við skilgreiningu á svæðum er stuðst við dreifingu síldveiða í október undanfarin 10 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×