Innlent

Segir stöðu Landsvirkjunar betri en flestra annarra fyrirtækja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon segir stöðu Landsvirkjunar góða miðað við önnur íslensk fyrirtæki.
Steingrímur J. Sigfússon segir stöðu Landsvirkjunar góða miðað við önnur íslensk fyrirtæki.
„Ég held að það megi segja að fjárhagsleg staða Landsvirkjunar sé góð í samanburði við vel flest íslensk fyrirtæki - í raun og veru mjög góð," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við utandagskrárumræður um Landsvirkjun á Alþingi í dag. Það var Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem óskaði eftir umræðunni en hún hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu fyrirtækisins.

Steingrímur benti á að fyrirtækið hafi lokið fjárfestingarverkefnum sem það hafði staðið í meira og minna samfellt síðan 1995. Fyrirtækið hefði ekki skuldbundið sig til þess að ráðast í nein ný verkefni og áhvílandi skuldir og tekjustreymi fyrirtækisins lægju því skýrt fyrir. Hann benti jafnframt á að gjaldfellingar á lánum væru ekki á næsta leiti.

Steingrímur sagði þó að fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri veik í alþjóðlegum samanburði. Ástæðan væri sú að fyrirtækinu hafi ekki verið lagt til nýtt eigið fé þrátt fyrir miklar fjárfestingar um árabil.




Tengdar fréttir

Hver á Landsvirkjun?

Landsvirkjun virðist hafa orðið sömu loftbólu að bráð og önnur fyrirtæki og íslensku bankarnir, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×