Microsoft segist hafa lært af mistökunum 21. október 2009 05:00 Tölvusérfræðingar segja útlit fyrir að breytt aðferðafræði Microsoft í þróun stýrikerfis skili sér á morgun loksins í stýrikerfi sem vinni vel, sé samhæft eldri tækni og laust við vandamál sem plagað hafa önnur stýrikerfi hugbúnaðarrisans. Mynd/Skjáskot Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. Forstjóri Microsoft, Steve Ballmer, hefur lýst því yfir að hann leggi framtíð sína að veði takist ekki vel til. Síðast sendi hugbúnaðarrisinn frá sér stýrikerfið Windows Vista fyrir þremur árum og þótti takast heldur hrapallega. Prufu- og þróunarútgáfur nýja stýrikerfisins eru hins vegar sagðar lofa góðu. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir fyrirtækið ætla sér að „bjarga andlitinu“ með Windows 7 og segir Steve Ballmer hafa vakað yfir því að ekki yrðu endurtekin fyrri mistök í þróunarferlinu. „Meira að segja þeir svartsýnustu á að við gætum komið út með almennilegt stýrikerfi eru farnir að segja að þetta sé gott,“ segir Hallldór. Microsoft notaði enda aðra aðferðafræði en áður við þróun stýrikerfisins og kallaði að þróunarvinnunni fjölda samstarfsaðila. Þetta þýðir að eldri hugbúnaður og vélbúnaður á að vinna jafn vel með nýja stýrikerfinu og með þeim eldri. Þetta er mikill munur frá Windows Vista. Þar segir Halldór að 30 til 40 prósent rekla (e. driver) hafi reynst í ólagi, en sú tala sé sjaldan yfir fimm prósentum þegar Windows 7 er sett upp á eldri tölvur. Þá segir hann flestar tölvur sem notist við Windows XP eiga að geta keyrt nýja stýrikerfið. Það sé þó ekki alveg algilt og vissara að keyra upp á eldri tölvum frítt forrit sem kallast Windows 7 Upgrade Advisor. „En við heyrum daglega fréttir af fólki sem hefur verið með gamlar tölvur eða fartölvur sem öðlast hafa nýtt líf eftir að Windows 7 var sett upp á þeim.“ Haldór segir að í samanburði við Windows XP, Windows Vista og Windows 7 þá sé það síðastnefnda hraðvirkast. Halldór Jörgensson Í stýrikerfinu er aukinheldur töluvert af nýjungum. Til að mynda er í því svonefndur BitLocker sem geri að verkum að hægt er að tryggja að óviðkomandi komist ekki í ákveðin svæði harða drifsins, eða jafnvel gögn sem sett eru á minnislykil eða geisladisk. Stýrikerfið styður svokallaða fjölsnertitækni á snertiskjám og ending rafhlaðna fartölva sé mun meiri vegna fullkomnari orkunotkunarstýringar en í eldri stýrikerfum. „Ég prófaði þetta sjálfur á gamalli fartölvu sem var komin niður í þetta tveggja tíma rafhlöðutíma. Eftir smá keyrslutíma var hún komin yfir fjögurra stunda endingu.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. Forstjóri Microsoft, Steve Ballmer, hefur lýst því yfir að hann leggi framtíð sína að veði takist ekki vel til. Síðast sendi hugbúnaðarrisinn frá sér stýrikerfið Windows Vista fyrir þremur árum og þótti takast heldur hrapallega. Prufu- og þróunarútgáfur nýja stýrikerfisins eru hins vegar sagðar lofa góðu. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir fyrirtækið ætla sér að „bjarga andlitinu“ með Windows 7 og segir Steve Ballmer hafa vakað yfir því að ekki yrðu endurtekin fyrri mistök í þróunarferlinu. „Meira að segja þeir svartsýnustu á að við gætum komið út með almennilegt stýrikerfi eru farnir að segja að þetta sé gott,“ segir Hallldór. Microsoft notaði enda aðra aðferðafræði en áður við þróun stýrikerfisins og kallaði að þróunarvinnunni fjölda samstarfsaðila. Þetta þýðir að eldri hugbúnaður og vélbúnaður á að vinna jafn vel með nýja stýrikerfinu og með þeim eldri. Þetta er mikill munur frá Windows Vista. Þar segir Halldór að 30 til 40 prósent rekla (e. driver) hafi reynst í ólagi, en sú tala sé sjaldan yfir fimm prósentum þegar Windows 7 er sett upp á eldri tölvur. Þá segir hann flestar tölvur sem notist við Windows XP eiga að geta keyrt nýja stýrikerfið. Það sé þó ekki alveg algilt og vissara að keyra upp á eldri tölvum frítt forrit sem kallast Windows 7 Upgrade Advisor. „En við heyrum daglega fréttir af fólki sem hefur verið með gamlar tölvur eða fartölvur sem öðlast hafa nýtt líf eftir að Windows 7 var sett upp á þeim.“ Haldór segir að í samanburði við Windows XP, Windows Vista og Windows 7 þá sé það síðastnefnda hraðvirkast. Halldór Jörgensson Í stýrikerfinu er aukinheldur töluvert af nýjungum. Til að mynda er í því svonefndur BitLocker sem geri að verkum að hægt er að tryggja að óviðkomandi komist ekki í ákveðin svæði harða drifsins, eða jafnvel gögn sem sett eru á minnislykil eða geisladisk. Stýrikerfið styður svokallaða fjölsnertitækni á snertiskjám og ending rafhlaðna fartölva sé mun meiri vegna fullkomnari orkunotkunarstýringar en í eldri stýrikerfum. „Ég prófaði þetta sjálfur á gamalli fartölvu sem var komin niður í þetta tveggja tíma rafhlöðutíma. Eftir smá keyrslutíma var hún komin yfir fjögurra stunda endingu.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira