Fleiri fréttir Gylfi: Íslenskir bankamenn þeir verstu í heimi Íslenskir bankamenn voru þeir verstu í heimi, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á vef breska blaðsins Times í dag. 25.10.2009 11:17 Telur að forsetinn hafi eitthvað að fela „Það er eitthvað segir manni að það sé eitthvað í þeim sem hann vill ekki að líti dagsins ljós," segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að birta einungis hluta af þeim bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk frá honum. 25.10.2009 10:50 Loftbelgjastöð á Egilsstöðum Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að veita byggingarleyfi fyrir loftbelgjastöð á Egilsstaðaflugvelli. Frá þessu er greint í vefritinu Austurglugganum. Flugstoðir sóttu um byggingarleyfi innan flugvallarins á Egilsstöðum fyrir aðstöðu háloftastöðvar fyrir veðurrannsóknaloftbelgi. Þaðan á að sleppa á sjálfvirkan hátt loftbelgjum með ýmsum mælitækjum til rannsókna á veðurfari í háloftunum yfir Íslandi. 25.10.2009 09:43 Handteknir fyrir líkamsárás við Nasa Tveir voru handteknir fyrir líkamsárás í nótt en þeir réðust á mann við skemmtistaðinn Nasa á Austurvelli. Sá sem fyrir árásinni varð missti meðvitund og var honum komið á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir gistu fangageymslur yfir nóttina og bíða yfirheyrslu hjá lögreglu. 25.10.2009 09:03 Bílstjórar óttaslegnir í Árósum Århus Sporveje, sem er strætisvagnafyrirtæki í Árósum, á í mestu vandræðum með að fá strætisvagnabílstjóra til þess að keyra á tilteknu svæði í borginni. Ástæðan er sú að strætisvagnabílstjórar óttast óeirðir á svæðinu. 25.10.2009 08:00 Kárahnjúkavinnubúðir verða hótel á Langanesi Tafir á Helguvíkurframkvæmdum urðu til þess að vinnubúðir, sem áttu að fara þangað frá Kárahnjúkum, lentu í höndum hollenskrar konu, sem nú er að breyta þeim í íbúðahótel á Langanesi fyrir sextíu gesti. 24.10.2009 19:03 Strembin varnarbarátta framundan hjá öryrkjum Nýkjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að framundan sé erfið og strembin varnarbarátta fyrir velferðarkerfinu. Hann segir að félagsmenn sínir séu áhyggjufullir yfir þeim mikla niðurskurði sem hefur verið boðaður. 24.10.2009 18:54 Bóndinn sem hafnaði veginum fær 35 milljóna bætur Bóndinn við Kópasker, sem hafnaði því að Hófaskarðsleið færi í gegnum land sitt, hefur fengið 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni. Nágrannar saka hann um einstrengingshátt en sjálfur neitar bóndinn að ræða málið. Íbúar á norðausturhorni landsins segja það hneyksli að ekki sé unnt að opna nær fullbúinn veg. 24.10.2009 18:48 Neyðarástand í Bandaríkjunum vegna svínaflensunnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna svínaflensunnar í Bandaríkjunum. 24.10.2009 17:33 Telur að þingmeirihluti sé fyrir Icesave málinu Björn V. Gíslason, þingmaður VG, gerir ráð fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir geti klárað Icesave málið án stuðnings stjórnarandstöðunnar. „Mér heyrist það, á þeim sem hafa tekið til máls og tjáð sig í umræðunni, að þeir sem að höfðu efasemdir uppi um þetta í vor að þetta sé komið í þann búning sem ríkisstjórnarflokkarnir geti klárað þetta í," segir Björn Valur. 24.10.2009 16:14 GSM símar geta verið hættulegir Þeir sem nota GSM síma til langstíma eiga hættu á að fá krabbamein síðar á ævinni, samkvæmt langtímarannsókn sem breska blaðið Daily Express segir frá. Rannsóknin, sem verður birt síðar á þessu ári, bendir til þess að tengja megi mikla notkun farsíma við heilaæxli. 24.10.2009 15:18 Forsetinn mærði Björgólf í bréfi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mærði Björgólf Thor Björgólfsson í bréfi sem hann sendi honum sumarið 2002 eftir ferð forsetans til Rússlands. Í bréfinu þakkar forsetinn Björgólfi, sem þá var ræðismaður Íslands í Rússlandi, fyrir þátttöku hans í undirbúningi og framkvæmd opinberrar heimsóknar forsetans til Rússlands. 24.10.2009 14:55 Guðmundur Magnússon er nýr formaður ÖBÍ Guðmundur Magnússon var kosinn formaður Öryrkjabandalags Íslands nú fyrir tæpri stundu. Guðmundur og Sigursteinn Másson sóttust tveir eftir formannsembættinu en atkvæði féllu þannig að Guðmundur fékk 43 atkvæði en Sigursteinn 30. 24.10.2009 14:46 Nægar birgðir til af inflúensulyfjum Nægar birgðir eru til að inflúensulyfjum til að bregðast við svokallarið svínaflensu, segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir. Embætti landlæknis beinir þeim tilmælum til lækna að þeir vísi fólki á þessi lyf, einkum þeim sem eru með undirliggjandi vandamál. 24.10.2009 14:10 Sveitabæir á Héraði einangraðir Sjö sveitabæir í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, þeirra á meðal kirkjustaðurinn Hjaltastaður, verða einangraðir um helgina vegna viðgerðar á fjörutíu metra langri brú yfir Selfljót. Brúnni var lokað á hádegi þegar sjö manna brúarvinnuflokkur undir stjórn Sveins Þórðarsonar hófst handa við að skipta um stálbita og brúargólf. Íbúum sveitabæjanna var tilkynnt um þessa lokun bréflega fyrir nokkrum dögum og þar miðað við að brúin yrði opnuð aftur síðdegis á morgun. Brúarvinnumennirnir segjast hins vegar ætla að vinna rösklega til að einangrunin verði sem styst fyrir fólkið og munu hugsanlega klára verkið í kvöld, að sögn Sveins flokksstjóra. 24.10.2009 12:52 Niðurskurður hjá dómstólum gæti haft alvarlegar afleiðingar Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að fjölga dómurum, aðstoðarmönnum þeirra og öðru starfsfólki dómstóla. Verði fjárveitingar til dómstóla skornar niður eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 án þess að gerðar verði skipulags- og fjárhagsráðstafanir verði afleiðingarnar alvarlegar. 24.10.2009 12:13 Vegagerðin stendur við áform um Vestfjarðaveg Vegagerðin hyggst standa við fyrri áform um að þjóðvegurinn um sunnanverða Vestfirði verði lagður um Teigsskóg og þvert yfir Gufufjörð og Djúpafjörð. Vegamálastjóri segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar komi ekki í veg fyrir þessa umdeildu vegarlagningu. 24.10.2009 12:08 Bauð Gore á fund með stjórnendum Glitnis Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands bauð Al Core, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, á fund með stjórnendum Glitnis banka í byrjun árs 2007. 24.10.2009 11:39 Bréf forsetans birt Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur birt á heimasíðu forsetaembættisins átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk send. Segir á vefsíðu forsetans að þannig vilji hann koma til móts við óskir og umræður í samfélaginu. Þessi bréf séu til manna sem látið hafa af embætti auk tveggja annarra einstaklinga. 24.10.2009 10:41 Síldin fundin Íslenska sumargotssíldin er fundin. Síldveiðiskipið Sighvatur Bjarnason, sem er eitt fjögurra skipa í umfangsmikilli síldarleit á vegum Hafrannsóknarstofnunar, fann í gær miklar torfur á Breiðasundi skammt vestan Stykkishólms. Skipstjórinn, Jón Eyfjörð, segir að sér virðist að þarna sé talsvert af síld og telur hann útlitið bjart. Hafrannsóknaskipið Dröfn er einnig komið á Breiðafjörð til að kanna síldina en ekki kemur þó í ljós fyrr en eftir helgi hvort eitthvað af henni er sýkt. Annað leitarskip, Jóna Eðvalds, fann einnig síld undan suðausturlandi á Breiðamerkurdýpi og kastaði á hana og fékk 50 tonn. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið en ef vel tekst til gæti síldarstofninn skilað nokkurra milljarða króna útflutningsverðmætum á næstu mánuðum. 24.10.2009 09:59 Tekist á um formennsku í ÖBÍ Tveir menn takast á um formannsembættið í Öryrkjabandalagi Íslands á aðalfundi sem hófst á Grand hóteli Reykjavík klukkan hálftíu í morgun. Þetta eru þeir Guðmundur Magnússon og Sigursteinn R. Másson. 24.10.2009 09:49 Fólksbifreið stórskemmdist í eldi í Njarðvík Fólksbifreið stórskemmdist þegar kveikt var í henni við íþróttahúsið við Njarðvíkurvelli um klukkan hálfsjö í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var janframt farið inn í herbergi á íþróttahúsinu sjálfu og kveikt þar í. Það tókst giftusamlega að bjarga húsinu en áhöld sem notuð eru til íþróttaiðkunnar skemmdust eitthvað. Enginn hafði verið handtekinn klukkan níu í morgun. 24.10.2009 09:46 Ráðist á mann við Landsbankann á Laugavegi Ráðist var á mann fyrir framan Landsbankann á Laugavegi um klukkan korter yfir fjögur. Að sögn lögreglunnar var maðurinn að taka út úr hraðbanka þegar ráðist var á hann. Það blæddi úr nefi og bólgur sáust á vinstra eyra mannsins þannig að ákveðið var að aka honum á slysadeild til aðhlynningar. Þá var brotist inn í verslunina Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu en ekki er vitað hverju var stolið þaðan. 24.10.2009 09:11 Fréttablaðið höfðar til flestra „Það er ánægjulegt að sjá að Fréttablaðið fellur vel í kramið hjá fólki. Stefnan hefur verið allt frá upphafi þess árið 2001 að Fréttablaðið yrði dagblað þjóðarinnar. Það takmark náðist mjög fljótt og það er ánægjulegt að blað sem ekki er orðið tíu ára gamalt skuli vera búið að ná tryggri stöðu. Við getum ekki annað en verið þakklát fyrir það,“ segir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins. 24.10.2009 07:00 Jón Ólafsson hafði betur gegn Bretum „Ég fagna þessari niðurstöðu og vona að við Hannes finnum sátt og flöt í þessu máli sem verður okkur báðum til sóma,“ segir athafnamaðurinn Jón Ólafsson, sem í fyrradag hafði betur gegn breska ríkinu í meiðyrðamáli gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. 24.10.2009 07:00 Einblína á Helguvík og líta framhjá öðru „Við höfum alls ekki dregið lappirnar í atvinnuuppbyggingunni. Aðilar að stöðugleikasáttmálanum hafa hins vegar einblínt á Helguvík og halda að hún sé alfa og omega í allri atvinnuuppbyggingu.“ 24.10.2009 06:00 Sprenging í smygli á kannabisfræjum Tollgæslan hefur tekið á annað þúsund kannabisfræja sem reynt var að smygla til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Segja má að um sprengingu sé að ræða, því allt árið í fyrra voru tekin 390 stykki. 24.10.2009 05:30 Býst við 100 prósenta heimtum Markaðurinn væntir þess að 100 prósent fáist upp í forgangskröfur í Landsbankann. Þetta kemur fram í skýrslu óháða matsfyrirtækisins IFS Ráðgjöf sem kom út á miðvikudag. Þetta er bjartsýnni spá en hjá skilanefnd bankans, en hún gerir ráð fyrir að níutíu prósenta endurheimtuhlutfalli í forgangskröfur. 24.10.2009 05:00 Segir ráðherra pínulítinn karl Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir félagsmálaráðherra hafa orðið sér til minnkunar. 24.10.2009 04:30 Búast við að tapa 600 störfum Stærstu fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins (SI) búast við að störfum fækki álíka mikið út árið og fyrstu sex mánuði ársins. Frá áramótum hefur störfum fækkað um rúmlega 600 og ef spáin rætist fækkar starfsmönnum þessara fyrirtækja um rúm þrettán prósent á árinu. 24.10.2009 04:00 Næsta vika sker úr um líf sáttmálans „Kjarasamningur okkar er nú í þriðja sinn á þessu ári kominn í uppnám og langlundargeð gagnvart úrræðaleysi stjórnvalda í nánast öllum málum er að þrotum komið. Allt eins gætum við staðið frammi fyrir því, að þrátt fyrir náið samstarf samtaka launafólks og atvinnurekenda í þessari glímu, geti komið til uppsagnar kjarasamninga í byrjun næstu viku.“ Svo mælti Gylfi Arngrímsson í setningarræðu sinni á ársfundi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. 24.10.2009 03:45 Biðlistar styttast og staðan er góð Biðlistar á sjúkrahúsum fyrir nær allar valdar skurðaðgerðir hafa verið að styttast og er staðan almennt góð í þessum mánuði. 24.10.2009 03:30 Keyrði á staur og stakk af - löggan leitar Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning klukkan rúmlega 21:00 í kvöld um mann sem hafði keyrt á ljósastaur í Stórholti. 23.10.2009 21:42 Ellefu ára gömul móðir Ellefu ára gömul búlgörsk stúlka eignaðst dóttur í gær og var útskrifuð af spítalanum í dag. Hún mun innan skamms giftast barnsföður sínum sem er nítján ára gamall. 23.10.2009 20:34 Þrír handteknir grunaðir um hryðjuverkastarfsemi Þrír menn voru handteknir í húsi í Wales í dag grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Tveir mannanna eru tuttugu og fjögurra ára gamlir en sá þriðjir er fjörutíu og eins árs. Þeir voru í upphafi handteknir í Blackwood í Suður-Wales vegna gruns um fíkniefnamisferli en við nánari eftirgrennslan var hryðjuverkasveit lögreglunnar kölluð til. 23.10.2009 19:57 Undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för tveggja ökumanna í umdæminu í gær sem voru undir áhrifum fíkniefna. Um miðjan dag var karl á fertugsaldri tekinn fyrir þessar sakir í Kópavogi en sá hafði lent í umferðaróhappi. Þar var um aftanákeyrslu að ræða en fyrrnefndur ökumaður ók á kyrrstæða bifreið við bensíndælu og mátti litlu muna að þar yrði stórslys. 23.10.2009 19:00 Baldur á launum í fimmtán mánuði Ekki er útilokað að Baldur Guðlaugsson, sem ætlar að láta af störfum sem ráðuneytisstjóri, hafi verið beittur þrýstingi til að hætta. Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, segir það án fordæma að ráðuneytisstjóri láti af störfum til að tryggja trúverðugleika ráðuneytis. 23.10.2009 18:44 Engar hjartaaðgerðir á börnum í næstu viku Gjörgæsludeildir Landspítalans nálgast þanmörk vegna svínaflensunnar, segir Björn Zoega, starfandi forstjóri spítalans. Engar hjartaaðgerðir verða á börnum í næstu viku, því hjartavélar spítalans þarf að nota á gjörgæsludeildunum. 23.10.2009 18:38 Mansalsmálið: Einum Íslendinganna verður sleppt úr haldi Einn af íslendingunum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í tengslum við mansalsmálið umfangsmikla verður sleppt úr haldi. 23.10.2009 17:47 Stóra kerrumálið upplýst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo stórtæka kerruþjófa fyrr í vikunni. Um er að ræða karl á fimmtugsaldri og konu á fertugsaldri en málið komst upp þegar þau stálu tveimur kerrum á höfuðborgarsvæðinu. 23.10.2009 16:54 Ítreka tilmæli sín um heimsóknir til sjúklinga Farsóttanefnd Landspítalans ítrekar fyrri tilmæli sín til ættingja sjúklinga að þeir takmarki heimsóknir eins og kostur er vegna hættu á að þeir geti smitað sjúklinga sem eru á spítalanum vegna inflúensu. 23.10.2009 16:42 Kjaradeilu blaðamanna vísað til Ríkissáttasemjara Blaðamannafélag Íslands hefur vísað kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara en það er í fyrsta sinn í aldarfjórðung að slíkt gerist, að fram kemur í tilkynningu. 23.10.2009 16:28 Stálu úlpum og mat Þrír karlmenn af erlendu bergi brotnu voru dæmdir fyrir þjófnað og ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Mennirnir stálu úlpum úr verslun Geysis en samanlagt var andvirði þeirra tæplega 120 þúsund krónur en þær voru af gerðinni 66 gráður norður. Þá stálu þeir vörum úr Bónus í Reykjanesbæ fyrir á annan tug þúsund króna. 23.10.2009 16:19 Gagnaver á Suðurnesjum þokast í rétta átt Í dag voru í iðnaðarráðuneytinu árituð drög að fjárfestingarsamningi við Verne Holding ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. 23.10.2009 16:16 Elín Björg kjörin nýr formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir, formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, var í dag kjörin formaður BSRB með rúm 52% atkvæða eða 132 atkvæði af 252. Hún náði kjöri í fyrstu umferð. 23.10.2009 16:00 Sjá næstu 50 fréttir
Gylfi: Íslenskir bankamenn þeir verstu í heimi Íslenskir bankamenn voru þeir verstu í heimi, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á vef breska blaðsins Times í dag. 25.10.2009 11:17
Telur að forsetinn hafi eitthvað að fela „Það er eitthvað segir manni að það sé eitthvað í þeim sem hann vill ekki að líti dagsins ljós," segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að birta einungis hluta af þeim bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk frá honum. 25.10.2009 10:50
Loftbelgjastöð á Egilsstöðum Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að veita byggingarleyfi fyrir loftbelgjastöð á Egilsstaðaflugvelli. Frá þessu er greint í vefritinu Austurglugganum. Flugstoðir sóttu um byggingarleyfi innan flugvallarins á Egilsstöðum fyrir aðstöðu háloftastöðvar fyrir veðurrannsóknaloftbelgi. Þaðan á að sleppa á sjálfvirkan hátt loftbelgjum með ýmsum mælitækjum til rannsókna á veðurfari í háloftunum yfir Íslandi. 25.10.2009 09:43
Handteknir fyrir líkamsárás við Nasa Tveir voru handteknir fyrir líkamsárás í nótt en þeir réðust á mann við skemmtistaðinn Nasa á Austurvelli. Sá sem fyrir árásinni varð missti meðvitund og var honum komið á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir gistu fangageymslur yfir nóttina og bíða yfirheyrslu hjá lögreglu. 25.10.2009 09:03
Bílstjórar óttaslegnir í Árósum Århus Sporveje, sem er strætisvagnafyrirtæki í Árósum, á í mestu vandræðum með að fá strætisvagnabílstjóra til þess að keyra á tilteknu svæði í borginni. Ástæðan er sú að strætisvagnabílstjórar óttast óeirðir á svæðinu. 25.10.2009 08:00
Kárahnjúkavinnubúðir verða hótel á Langanesi Tafir á Helguvíkurframkvæmdum urðu til þess að vinnubúðir, sem áttu að fara þangað frá Kárahnjúkum, lentu í höndum hollenskrar konu, sem nú er að breyta þeim í íbúðahótel á Langanesi fyrir sextíu gesti. 24.10.2009 19:03
Strembin varnarbarátta framundan hjá öryrkjum Nýkjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að framundan sé erfið og strembin varnarbarátta fyrir velferðarkerfinu. Hann segir að félagsmenn sínir séu áhyggjufullir yfir þeim mikla niðurskurði sem hefur verið boðaður. 24.10.2009 18:54
Bóndinn sem hafnaði veginum fær 35 milljóna bætur Bóndinn við Kópasker, sem hafnaði því að Hófaskarðsleið færi í gegnum land sitt, hefur fengið 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni. Nágrannar saka hann um einstrengingshátt en sjálfur neitar bóndinn að ræða málið. Íbúar á norðausturhorni landsins segja það hneyksli að ekki sé unnt að opna nær fullbúinn veg. 24.10.2009 18:48
Neyðarástand í Bandaríkjunum vegna svínaflensunnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna svínaflensunnar í Bandaríkjunum. 24.10.2009 17:33
Telur að þingmeirihluti sé fyrir Icesave málinu Björn V. Gíslason, þingmaður VG, gerir ráð fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir geti klárað Icesave málið án stuðnings stjórnarandstöðunnar. „Mér heyrist það, á þeim sem hafa tekið til máls og tjáð sig í umræðunni, að þeir sem að höfðu efasemdir uppi um þetta í vor að þetta sé komið í þann búning sem ríkisstjórnarflokkarnir geti klárað þetta í," segir Björn Valur. 24.10.2009 16:14
GSM símar geta verið hættulegir Þeir sem nota GSM síma til langstíma eiga hættu á að fá krabbamein síðar á ævinni, samkvæmt langtímarannsókn sem breska blaðið Daily Express segir frá. Rannsóknin, sem verður birt síðar á þessu ári, bendir til þess að tengja megi mikla notkun farsíma við heilaæxli. 24.10.2009 15:18
Forsetinn mærði Björgólf í bréfi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mærði Björgólf Thor Björgólfsson í bréfi sem hann sendi honum sumarið 2002 eftir ferð forsetans til Rússlands. Í bréfinu þakkar forsetinn Björgólfi, sem þá var ræðismaður Íslands í Rússlandi, fyrir þátttöku hans í undirbúningi og framkvæmd opinberrar heimsóknar forsetans til Rússlands. 24.10.2009 14:55
Guðmundur Magnússon er nýr formaður ÖBÍ Guðmundur Magnússon var kosinn formaður Öryrkjabandalags Íslands nú fyrir tæpri stundu. Guðmundur og Sigursteinn Másson sóttust tveir eftir formannsembættinu en atkvæði féllu þannig að Guðmundur fékk 43 atkvæði en Sigursteinn 30. 24.10.2009 14:46
Nægar birgðir til af inflúensulyfjum Nægar birgðir eru til að inflúensulyfjum til að bregðast við svokallarið svínaflensu, segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir. Embætti landlæknis beinir þeim tilmælum til lækna að þeir vísi fólki á þessi lyf, einkum þeim sem eru með undirliggjandi vandamál. 24.10.2009 14:10
Sveitabæir á Héraði einangraðir Sjö sveitabæir í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, þeirra á meðal kirkjustaðurinn Hjaltastaður, verða einangraðir um helgina vegna viðgerðar á fjörutíu metra langri brú yfir Selfljót. Brúnni var lokað á hádegi þegar sjö manna brúarvinnuflokkur undir stjórn Sveins Þórðarsonar hófst handa við að skipta um stálbita og brúargólf. Íbúum sveitabæjanna var tilkynnt um þessa lokun bréflega fyrir nokkrum dögum og þar miðað við að brúin yrði opnuð aftur síðdegis á morgun. Brúarvinnumennirnir segjast hins vegar ætla að vinna rösklega til að einangrunin verði sem styst fyrir fólkið og munu hugsanlega klára verkið í kvöld, að sögn Sveins flokksstjóra. 24.10.2009 12:52
Niðurskurður hjá dómstólum gæti haft alvarlegar afleiðingar Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að fjölga dómurum, aðstoðarmönnum þeirra og öðru starfsfólki dómstóla. Verði fjárveitingar til dómstóla skornar niður eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 án þess að gerðar verði skipulags- og fjárhagsráðstafanir verði afleiðingarnar alvarlegar. 24.10.2009 12:13
Vegagerðin stendur við áform um Vestfjarðaveg Vegagerðin hyggst standa við fyrri áform um að þjóðvegurinn um sunnanverða Vestfirði verði lagður um Teigsskóg og þvert yfir Gufufjörð og Djúpafjörð. Vegamálastjóri segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar komi ekki í veg fyrir þessa umdeildu vegarlagningu. 24.10.2009 12:08
Bauð Gore á fund með stjórnendum Glitnis Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands bauð Al Core, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, á fund með stjórnendum Glitnis banka í byrjun árs 2007. 24.10.2009 11:39
Bréf forsetans birt Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur birt á heimasíðu forsetaembættisins átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk send. Segir á vefsíðu forsetans að þannig vilji hann koma til móts við óskir og umræður í samfélaginu. Þessi bréf séu til manna sem látið hafa af embætti auk tveggja annarra einstaklinga. 24.10.2009 10:41
Síldin fundin Íslenska sumargotssíldin er fundin. Síldveiðiskipið Sighvatur Bjarnason, sem er eitt fjögurra skipa í umfangsmikilli síldarleit á vegum Hafrannsóknarstofnunar, fann í gær miklar torfur á Breiðasundi skammt vestan Stykkishólms. Skipstjórinn, Jón Eyfjörð, segir að sér virðist að þarna sé talsvert af síld og telur hann útlitið bjart. Hafrannsóknaskipið Dröfn er einnig komið á Breiðafjörð til að kanna síldina en ekki kemur þó í ljós fyrr en eftir helgi hvort eitthvað af henni er sýkt. Annað leitarskip, Jóna Eðvalds, fann einnig síld undan suðausturlandi á Breiðamerkurdýpi og kastaði á hana og fékk 50 tonn. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið en ef vel tekst til gæti síldarstofninn skilað nokkurra milljarða króna útflutningsverðmætum á næstu mánuðum. 24.10.2009 09:59
Tekist á um formennsku í ÖBÍ Tveir menn takast á um formannsembættið í Öryrkjabandalagi Íslands á aðalfundi sem hófst á Grand hóteli Reykjavík klukkan hálftíu í morgun. Þetta eru þeir Guðmundur Magnússon og Sigursteinn R. Másson. 24.10.2009 09:49
Fólksbifreið stórskemmdist í eldi í Njarðvík Fólksbifreið stórskemmdist þegar kveikt var í henni við íþróttahúsið við Njarðvíkurvelli um klukkan hálfsjö í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var janframt farið inn í herbergi á íþróttahúsinu sjálfu og kveikt þar í. Það tókst giftusamlega að bjarga húsinu en áhöld sem notuð eru til íþróttaiðkunnar skemmdust eitthvað. Enginn hafði verið handtekinn klukkan níu í morgun. 24.10.2009 09:46
Ráðist á mann við Landsbankann á Laugavegi Ráðist var á mann fyrir framan Landsbankann á Laugavegi um klukkan korter yfir fjögur. Að sögn lögreglunnar var maðurinn að taka út úr hraðbanka þegar ráðist var á hann. Það blæddi úr nefi og bólgur sáust á vinstra eyra mannsins þannig að ákveðið var að aka honum á slysadeild til aðhlynningar. Þá var brotist inn í verslunina Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu en ekki er vitað hverju var stolið þaðan. 24.10.2009 09:11
Fréttablaðið höfðar til flestra „Það er ánægjulegt að sjá að Fréttablaðið fellur vel í kramið hjá fólki. Stefnan hefur verið allt frá upphafi þess árið 2001 að Fréttablaðið yrði dagblað þjóðarinnar. Það takmark náðist mjög fljótt og það er ánægjulegt að blað sem ekki er orðið tíu ára gamalt skuli vera búið að ná tryggri stöðu. Við getum ekki annað en verið þakklát fyrir það,“ segir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins. 24.10.2009 07:00
Jón Ólafsson hafði betur gegn Bretum „Ég fagna þessari niðurstöðu og vona að við Hannes finnum sátt og flöt í þessu máli sem verður okkur báðum til sóma,“ segir athafnamaðurinn Jón Ólafsson, sem í fyrradag hafði betur gegn breska ríkinu í meiðyrðamáli gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. 24.10.2009 07:00
Einblína á Helguvík og líta framhjá öðru „Við höfum alls ekki dregið lappirnar í atvinnuuppbyggingunni. Aðilar að stöðugleikasáttmálanum hafa hins vegar einblínt á Helguvík og halda að hún sé alfa og omega í allri atvinnuuppbyggingu.“ 24.10.2009 06:00
Sprenging í smygli á kannabisfræjum Tollgæslan hefur tekið á annað þúsund kannabisfræja sem reynt var að smygla til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Segja má að um sprengingu sé að ræða, því allt árið í fyrra voru tekin 390 stykki. 24.10.2009 05:30
Býst við 100 prósenta heimtum Markaðurinn væntir þess að 100 prósent fáist upp í forgangskröfur í Landsbankann. Þetta kemur fram í skýrslu óháða matsfyrirtækisins IFS Ráðgjöf sem kom út á miðvikudag. Þetta er bjartsýnni spá en hjá skilanefnd bankans, en hún gerir ráð fyrir að níutíu prósenta endurheimtuhlutfalli í forgangskröfur. 24.10.2009 05:00
Segir ráðherra pínulítinn karl Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir félagsmálaráðherra hafa orðið sér til minnkunar. 24.10.2009 04:30
Búast við að tapa 600 störfum Stærstu fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins (SI) búast við að störfum fækki álíka mikið út árið og fyrstu sex mánuði ársins. Frá áramótum hefur störfum fækkað um rúmlega 600 og ef spáin rætist fækkar starfsmönnum þessara fyrirtækja um rúm þrettán prósent á árinu. 24.10.2009 04:00
Næsta vika sker úr um líf sáttmálans „Kjarasamningur okkar er nú í þriðja sinn á þessu ári kominn í uppnám og langlundargeð gagnvart úrræðaleysi stjórnvalda í nánast öllum málum er að þrotum komið. Allt eins gætum við staðið frammi fyrir því, að þrátt fyrir náið samstarf samtaka launafólks og atvinnurekenda í þessari glímu, geti komið til uppsagnar kjarasamninga í byrjun næstu viku.“ Svo mælti Gylfi Arngrímsson í setningarræðu sinni á ársfundi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. 24.10.2009 03:45
Biðlistar styttast og staðan er góð Biðlistar á sjúkrahúsum fyrir nær allar valdar skurðaðgerðir hafa verið að styttast og er staðan almennt góð í þessum mánuði. 24.10.2009 03:30
Keyrði á staur og stakk af - löggan leitar Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning klukkan rúmlega 21:00 í kvöld um mann sem hafði keyrt á ljósastaur í Stórholti. 23.10.2009 21:42
Ellefu ára gömul móðir Ellefu ára gömul búlgörsk stúlka eignaðst dóttur í gær og var útskrifuð af spítalanum í dag. Hún mun innan skamms giftast barnsföður sínum sem er nítján ára gamall. 23.10.2009 20:34
Þrír handteknir grunaðir um hryðjuverkastarfsemi Þrír menn voru handteknir í húsi í Wales í dag grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Tveir mannanna eru tuttugu og fjögurra ára gamlir en sá þriðjir er fjörutíu og eins árs. Þeir voru í upphafi handteknir í Blackwood í Suður-Wales vegna gruns um fíkniefnamisferli en við nánari eftirgrennslan var hryðjuverkasveit lögreglunnar kölluð til. 23.10.2009 19:57
Undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för tveggja ökumanna í umdæminu í gær sem voru undir áhrifum fíkniefna. Um miðjan dag var karl á fertugsaldri tekinn fyrir þessar sakir í Kópavogi en sá hafði lent í umferðaróhappi. Þar var um aftanákeyrslu að ræða en fyrrnefndur ökumaður ók á kyrrstæða bifreið við bensíndælu og mátti litlu muna að þar yrði stórslys. 23.10.2009 19:00
Baldur á launum í fimmtán mánuði Ekki er útilokað að Baldur Guðlaugsson, sem ætlar að láta af störfum sem ráðuneytisstjóri, hafi verið beittur þrýstingi til að hætta. Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, segir það án fordæma að ráðuneytisstjóri láti af störfum til að tryggja trúverðugleika ráðuneytis. 23.10.2009 18:44
Engar hjartaaðgerðir á börnum í næstu viku Gjörgæsludeildir Landspítalans nálgast þanmörk vegna svínaflensunnar, segir Björn Zoega, starfandi forstjóri spítalans. Engar hjartaaðgerðir verða á börnum í næstu viku, því hjartavélar spítalans þarf að nota á gjörgæsludeildunum. 23.10.2009 18:38
Mansalsmálið: Einum Íslendinganna verður sleppt úr haldi Einn af íslendingunum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í tengslum við mansalsmálið umfangsmikla verður sleppt úr haldi. 23.10.2009 17:47
Stóra kerrumálið upplýst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo stórtæka kerruþjófa fyrr í vikunni. Um er að ræða karl á fimmtugsaldri og konu á fertugsaldri en málið komst upp þegar þau stálu tveimur kerrum á höfuðborgarsvæðinu. 23.10.2009 16:54
Ítreka tilmæli sín um heimsóknir til sjúklinga Farsóttanefnd Landspítalans ítrekar fyrri tilmæli sín til ættingja sjúklinga að þeir takmarki heimsóknir eins og kostur er vegna hættu á að þeir geti smitað sjúklinga sem eru á spítalanum vegna inflúensu. 23.10.2009 16:42
Kjaradeilu blaðamanna vísað til Ríkissáttasemjara Blaðamannafélag Íslands hefur vísað kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara en það er í fyrsta sinn í aldarfjórðung að slíkt gerist, að fram kemur í tilkynningu. 23.10.2009 16:28
Stálu úlpum og mat Þrír karlmenn af erlendu bergi brotnu voru dæmdir fyrir þjófnað og ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Mennirnir stálu úlpum úr verslun Geysis en samanlagt var andvirði þeirra tæplega 120 þúsund krónur en þær voru af gerðinni 66 gráður norður. Þá stálu þeir vörum úr Bónus í Reykjanesbæ fyrir á annan tug þúsund króna. 23.10.2009 16:19
Gagnaver á Suðurnesjum þokast í rétta átt Í dag voru í iðnaðarráðuneytinu árituð drög að fjárfestingarsamningi við Verne Holding ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. 23.10.2009 16:16
Elín Björg kjörin nýr formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir, formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, var í dag kjörin formaður BSRB með rúm 52% atkvæða eða 132 atkvæði af 252. Hún náði kjöri í fyrstu umferð. 23.10.2009 16:00